Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 115

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 115
HAFSTEINN KARLSSON margt án kennslubóka. Að vísu kostar það örlítið meiri skipulagsvinnu fyrir kenn- arann að hausti. Hann þarf að skipuleggja allan veturinn en sú vinna helst að sjálf- sögðu í hendur við skólanámskrárgerð. Nauðsynlegt er að skipuleggja nákvæmar eins til tveggja mánaða tímabil. Það er þó óþarfi að gera að hausti, jafnvel betra að gera það reglulega allan veturinn. Þetta er svolítið meiri vinna en í staðinn uppsker kehnarinn áhugasamari nemendur og skemmtilegri vinnu. Það er mjög mikilvægt að foreldrar fylgist með þegar svo veigamiklar breyt- ingar eru gerðar á móðurmálskennslunni. I upphafi kynntum við fyrirhugaðar breytingar á foreldrafundi. Þessi mál komu svo reglulega upp á fundum með for- eldrum og mátti greina ákveðinn ótta sumra þeirra við að nemendur væru ekki að gera það sama og gert er í flestum öðrum skólum. Allir voru þó ánægðir með okkar aðferðir en nokkrir héldu að með þeim lærðu nemendur ekki það sem þeir ættu að læra heldur eitthvað annað. Eitthvað sem ekki skipti máli í skólakerfinu. Þegar þetta kom í ljós var haldinn foreldrafundur þar sem farið var rækilega yfir Aðal- námskrá grunnskóla og hvernig okkar aðferðir féllu að henni. Síðan hafa foreldrar verið mjög sáttir og ánægðir og styrkt okkur í starfinu. Að lokum má spyrja hvort þessi kennsluaðferð geri nemendur betri í móður- málinu. Því er erfitt að svara þar sem enginn samanburður er til. Hins vegar má draga ályktanir af reynslunni. Nemendur takast meira á við móðurmálið en áður og velta því meira fyrir sér. Það er erfitt að koma hugsun sinni óbrenglaðri á blað og það reynir mikið á þann sem það gerir. Þá krefjast vinnubrögðin þess að nemendur skoði verk sín og annarra á gagnrýninn hátt og hjálpist að við að betrumbæta þau. Frumleiki og sköpunarþörf fær meiri útrás en áður var. Nemendur þurfa að lesa, skrifa, tala og vonandi hugsa meira. Þeir nota alla þætti tungumálsins miklu meira í sínu móðurmálsnámi en þeir gerðu áður. Sú þjálfun gefur þeim væntanlega betra vald á móðurmálinu. Heimildir Baldur Sigurðsson. 1992. Á að kenna málfræði í skólum eða iðka hana? Ný mennta- mál 10,3:35-36. Ellis, Sue og Gill Friel. 1991. Inspirations for Writing. Leamington Spa, Scholastic Publications. Guðmundur B. Kristmundsson. 1992. Börn og ritun. Reykjavík, Námsgagnastofnun. Hafsteinn Karlsson. 1991a. Að lesa og skrifa. Villingaholt, Villingaholtsskóli. Hafsteinn Karlsson. 1991b. Heildstætt móðurmálsnám - skýrsla um próunarverkefni í Villingaholtsskóla. [Þróunarverkefni sem Þróunarsjóður grunnskóla styrkti 1990-1991]. Indriði Gíslason og Guðmundur B. Kristmundsson (ritstj.). 1987. Lestur - mál. Reykjavík, Iðunn. Irvin, J. L. 1990. Reading and the Middle School Student. Boston, Allyn and Bacon. 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.