Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 126
FJARKENNSLA UM TOLVUNET
Stefánsdóttir og Sigurjón Mýrdal 1992). Verkefna- og námsefnissjóður Kennara-
sambands Islands studdi framtakið einnig myndarlega og gerði starfsmönnum
netsins kleift að ferðast í skóla landsins og veita tæknilega og faglega aðstoð. Miklu
skipti einnig þegar Reykjavíkurborg tók ákvörðun um að allir skólar borgarinnar
fengju aðgang og Menntamálaráðuneytið ákvað að kanna möguleika netsins fyrir
stofnunina. Hér má einnig nefna stuðning Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra en
þar fer fram öflug uppbygging gagnasafna og notkun tölvusamskipta í samstarfs-
verkefnum í umdæminu.
Skólaárið 1992-1993 heimsóttu starfsmenn menntanetsins yfir 70% grunnskóla.
Kennaraháskólinn og Islenska menntanetið hafa gert með sér samstarfssamning
um að tryggja aðgang kennaranema að menntanetinu og auka þannig gildi þess í
námi og kennslu. Einsýnt er að þeir tæknilegu og kennslufræðilegu möguleikar sem
tölvunetið skapar eru spennandi viðbót við þá kosti sem skólastarf hefur hingað til
byggt á. I þeim áætlunum sem nú eru uppi í Kennaraháskólanum um þróun fjar-
kennslu í grunnmenntun, endur- og framhaldsmenntun kennara gegnir íslenska
menntanetið lykilhlutverki.
HVERS VEGNA TÖLVUSAMSKIPTI?
Fyrir ókunnuga er e.t.v. erfitt að sjá hvernig nota má tölvusamskipti í fjarnámi. Því
er rétt að skýra hvernig þau nýtast almennt og í tengslum við nám og kennslu.
Tölvusamskiptum má skipta í tvo grunnþætti:
-tölvupóst (electronic mail)
-tölvuráðstefnur (computer conference)
Tölvupóst má senda milli tveggja einstaklinga eða frá einum sendanda til margra,
e.k. dreifibréf. Póstlistar, þar sem einu bréfi er dreift til margra einstaklinga, eru
notaðir m.a. til að dreifa verkefnum og fréttum. Bréfaskipti milli tveggja einstakl-
inga eru yfirleitt á persónulegum grunni og hefur það komið kennurum á óvart
hversu náin samskipti tölvusamskiptin bjóða upp á. Nemendum í fjarnámi virðist
oft ganga betur að skilgreina vandamál, áhyggjur og tilfinningar með tölvupósti en
í venjulegu samtali (Hall 1992). Tölvupóstur getur ekki síður verið hentugur í stað-
bundnu námi þar sem kennarar geta gefið nemendum færi á að ræða um námsefnið
á tölvuneti.
Tölvuráðstefnur eru opinn umræðuvettvangur þar sem segja má að samskiptin
líkist umræðum í hópi. Margir lesa ráðstefnurnar án þess að blanda sér í þær líkt og
í venjulegum umræðuhópum. Kostir tölvuráðstefna og póstlista í námi eru m.a.
þeir að hægt er að dreifa upplýsingum til nemenda óháð búsetu. Upplýsingarnar
eru þá aðgengilegar fyrir nemandann nokkurn veginn á þeirri sömu stundu og
kennari leggur þær inn. Tíminn nýtist vel þar sem nemandi getur lesið ráðstefnur
þegar honum hentar og lagt inn spurningar þegar þær brenna á honum. Reynslan
sýnir að samnemendur eru fljótir að bregðast við þegar beðið er um upplýsingar
ekki síður en kennarar. Allir geta lagt orð í belg þegar þeim hentar, undirbúið orð
sín, skrifað þau niður, velt fyrir sér og sent innleggið þegar þeir eru sáttir við það.
124