Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 126

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Blaðsíða 126
FJARKENNSLA UM TOLVUNET Stefánsdóttir og Sigurjón Mýrdal 1992). Verkefna- og námsefnissjóður Kennara- sambands Islands studdi framtakið einnig myndarlega og gerði starfsmönnum netsins kleift að ferðast í skóla landsins og veita tæknilega og faglega aðstoð. Miklu skipti einnig þegar Reykjavíkurborg tók ákvörðun um að allir skólar borgarinnar fengju aðgang og Menntamálaráðuneytið ákvað að kanna möguleika netsins fyrir stofnunina. Hér má einnig nefna stuðning Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra en þar fer fram öflug uppbygging gagnasafna og notkun tölvusamskipta í samstarfs- verkefnum í umdæminu. Skólaárið 1992-1993 heimsóttu starfsmenn menntanetsins yfir 70% grunnskóla. Kennaraháskólinn og Islenska menntanetið hafa gert með sér samstarfssamning um að tryggja aðgang kennaranema að menntanetinu og auka þannig gildi þess í námi og kennslu. Einsýnt er að þeir tæknilegu og kennslufræðilegu möguleikar sem tölvunetið skapar eru spennandi viðbót við þá kosti sem skólastarf hefur hingað til byggt á. I þeim áætlunum sem nú eru uppi í Kennaraháskólanum um þróun fjar- kennslu í grunnmenntun, endur- og framhaldsmenntun kennara gegnir íslenska menntanetið lykilhlutverki. HVERS VEGNA TÖLVUSAMSKIPTI? Fyrir ókunnuga er e.t.v. erfitt að sjá hvernig nota má tölvusamskipti í fjarnámi. Því er rétt að skýra hvernig þau nýtast almennt og í tengslum við nám og kennslu. Tölvusamskiptum má skipta í tvo grunnþætti: -tölvupóst (electronic mail) -tölvuráðstefnur (computer conference) Tölvupóst má senda milli tveggja einstaklinga eða frá einum sendanda til margra, e.k. dreifibréf. Póstlistar, þar sem einu bréfi er dreift til margra einstaklinga, eru notaðir m.a. til að dreifa verkefnum og fréttum. Bréfaskipti milli tveggja einstakl- inga eru yfirleitt á persónulegum grunni og hefur það komið kennurum á óvart hversu náin samskipti tölvusamskiptin bjóða upp á. Nemendum í fjarnámi virðist oft ganga betur að skilgreina vandamál, áhyggjur og tilfinningar með tölvupósti en í venjulegu samtali (Hall 1992). Tölvupóstur getur ekki síður verið hentugur í stað- bundnu námi þar sem kennarar geta gefið nemendum færi á að ræða um námsefnið á tölvuneti. Tölvuráðstefnur eru opinn umræðuvettvangur þar sem segja má að samskiptin líkist umræðum í hópi. Margir lesa ráðstefnurnar án þess að blanda sér í þær líkt og í venjulegum umræðuhópum. Kostir tölvuráðstefna og póstlista í námi eru m.a. þeir að hægt er að dreifa upplýsingum til nemenda óháð búsetu. Upplýsingarnar eru þá aðgengilegar fyrir nemandann nokkurn veginn á þeirri sömu stundu og kennari leggur þær inn. Tíminn nýtist vel þar sem nemandi getur lesið ráðstefnur þegar honum hentar og lagt inn spurningar þegar þær brenna á honum. Reynslan sýnir að samnemendur eru fljótir að bregðast við þegar beðið er um upplýsingar ekki síður en kennarar. Allir geta lagt orð í belg þegar þeim hentar, undirbúið orð sín, skrifað þau niður, velt fyrir sér og sent innleggið þegar þeir eru sáttir við það. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.