Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 135
RAGNHEIÐUR BENEDIKTSSON
SKÓLASTARFIÐ UNDIRBÚIÐ
Fram til þessa hefur höfundur þessarar greinar tekið þátt í undirbúningi við að
skipuleggja með kennurum og skólastjórn hvaða námseiningar skuli kenna, athuga
hvort til greina komi að einhverjir kennarar skólans ráðist í að þýða eina náms-
einingu til viðbótar við þær sem áður hafa verið þýddar, hvaða tímabil henti vel,
athuga hvað sé til af námsgögnum, leggja á ráðin um tölvur fyrir verkefnið, panta
gögn frá National Geographic Society og Námsgagnastofnun o.s.frv.
Setjum svo að tímabil Kids network-einingar sé að hefjast. Það hafi orðið að ráði
að tvær bekkjardeildir 12 ára nemenda í Melaskóla taki samtímis þátt í námseiningu
um súrt regn með sameiginlegum aðgangi að gagnabankanum ytra. Bréf með hug-
búnaði og aðgangsorðum okkar er komið og einnig askja með tvenns konar pH-
strimlum.
Kennarar viðkomandi bekkjardeilda eru búnir að skipta nemendum í hópa í
samræmi við uppástungu í kennsluleiðbeiningum. Onnur Apple IIGS-tölvan er til
skiptis í viðkomandi bekkjum til að kynna nemendum hugbúnaðinn. Hin er í tölvu-
herbergi skólans. Þangað nær símalína sem teygir jafnframt anga sína inn í vinnu-
herbergi kennara.
Sumir kennarar kjósa að ég komi inn í bekkinn til þeirra og kynni nemendum
forritið. Aðrir taka þennan þátt að sér sjálfir.
Kennararnir eru búnir að koma sér saman um hvaða tími henti þeim til að senda
mér sinn hópinn hvor úr bekkjum sínum á ákveðnum tíma inn í tölvuherbergi til að
prófa tölvusamskiptin. Ég athuga hvort einhverjir aðrir kennarar skólans hafi í
hyggju að smella sér á umræddum tíma inn á Islenska menntanetið í vinnuherbergi
kennara. Ef svo er ekki, er tölvusamskiptatíminn fastmælum bundinn.
Ég spyr kennarana hvort þeir geti skotist sjálfir með krökkunum inn í tölvu-
herbergi. Þannig gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi, kynnt kennurunum tölvu-
samskiptin um leið og nemendum. Stefnt er að því að kennarar taki þennan þátt að
sér strax og færi gefst.
Nemendur slá hnattstöðu skólans inn í gagnaskrá forritsins. Þeir greina frá
aldri og fjölda í hópnum okkar og hvort við búum í þéttbýli eða dreifbýli. Þeir skrá
jafnframt nafnið á rannsóknarhópnum sínum, sem er hluti aðgangslykilsins að
gagnabankanum ytra. Til skýringar skal þess getið að hver nemendahópur (ein eða
tvær bekkjardeildir) vinnur náið með 12-15 öðrum ámóta hópum úti í heimi sem
svonefndur rannsóknarhópur. Rannsóknarhópurinn er hluti úr heildarhópnum
sem tekur þátt í einingunni um súra regnið með okkur. Að þessu sinni eru 350 nem-
endahópar í heildarhópnum.
Nemendur geyma skrána og samþykkja að henni sé stungið í póstpoka forrits-
ins. Þeir opna símavalmyndina, slá inn lykilorð og biðja um að sent sé að bragði. Þá
birtast tilkynningar á skjánum. Nú magna ég spennuna eftir mætti og læt nemendur
fylgjast grannt með öllu sem gerist. Þarna verðum við að vera rösk að þýða hrað-
fleygar tilkynningar af ensku yfir á íslensku.
Aður fyrr prófaði ég tölvusamskiptin áður en nemendur mættu til leiks í upp-
hafi hvers nýs námstímabils. Þá var ég sjálf óöruggari í ýmsum atriðum sem tölvu-
133