Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 136
Á ALÞJÓÐAVETTVANGI í KENNSLUSTOFUNNI
samskiptum tengjast. Nú orðið hef ég nemendur með frá upphafi, og kennara ef
þeir eiga heimangengt.
Það er alltaf einhver spenna sem fylgir því að kanna hvort allt sé í lagi með
hugbúnaðinn, tölvuna, mótaldið, símalínurnar, aðganginn að Gagnaneti Pósts og
síma, aðgangsorðin að gagnabankanum ytra o.s.frv.
Ef tekst að senda eru nemendur þar með búnir að tilkynna rannsóknarhópnum
þátttöku sína. Þá ákveða bekkjarkennararnir hvenær næstu hópar komi í tölvusam-
skiptatíma. Þeir sækja póst.
í þeirri sendingu koma heilmiklar upplýsingar í bréfi frá stjórn nemenda-
netsins. Þar er m.a. listi yfir 15 þátttakendur í rannsóknarhópnum sem áður var
minnst á. Greint er frá nöfnum kennara og heimilisföngum skólanna og einka-
netfangi. A miklu veltur að allir sendi skilvíslega gögnin sem um ræðir.
Við fáum einnig að vita hversu margir skólar taka þátt í súra regninu með okkur
þegar á heildina er litið og hvaðan úr heiminum þeir eru.
Það berast ýmsar tilkynningar frá netstjórn. Gagnaskrár með hnattstöðu þáttak-
enda í rannsóknarhópnum taka að berast. Þannig geta nemendur fundið hvar á
hnettinum samverkamenn í rannsóknarhópnum búa.
Ef ekki næst samband í fyrstu atrennu tölvusamskiptanna er reynt aftur og ekki
hætt fyrr en allt gengur upp! Það hefur stundum verið umtalsverð vinna, í öðrum
tilvikum gengið vel. Samkvæmt skipulaginu er gefinn góður tími til þess að prófa
tölvusamskiptin áður en kennslan hefst fyrir alvöru í bekkjunum.
Af og til á sex vikna námstímabilinu eru bréf eða önnur gögn send eða sótt.
Upplýsingarnar eru prentaðar út og kennararnir skiptast á að hafa tölvu með gögn-
unum inni í stofunni hjá sér. Nemendur senda niðurstöður mælinga sinna og kann-
ana. Þeir sækja sömu upplýsingar frá öðrum og nota í náminu.
Þegar á verkefnið líður berast niðurstöður úr sýrustigsmælingum rannsóknar-
hópsins fyrrnefnda. Einnig koma þrjú heimskort þar sem niðurstöður úr mælingum
nemenda á sýrustigi regns í þrjár vikur eru skráðar. Fróðlegt er að skoða og bera
saman niðurstöðurnar á heimskortunum þremur frá þeim sem sendu skilvíslega
gögn. Bréf berst frá vísindamanninum þar sem hann ræðir heildarsamhengið í
niðurstöðum og frávikin. Hugsanlega koma einkabréf til okkar frá einstaka með-
limum rannsóknarhópsins.
Nemendahóparnir, sem koma í tölvuherbergi hverju sinni til að sækja tölvu-
póst, prenta jafnframt út gagnaskrár og bréf og flytja fréttir og póst til bekkjarfélaga
sinna.
ERLENT TUNGUMÁL
Kennarinn, sem reið á vaðið með verkefnið í Melaskóla 1990, hreifst af námsefninu.
Ekki minntist þessi kennari á að það hefði verið mikil vinna að prófa gæludýra-
eininguna og súra regnið með 12 ára nemendum sínum á vorönn þótt allt náms-
efnið væri á ensku. Veturinn eftir var því ákveðið að prófa fjórar mismunandi
134