Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 143
RAGNHEIÐUR BENEDIKTSSON
Mér faimst gaman að búa til regnsafnara heirna og safna rigningaroatni þar og
mæla sýrustigið.
Þessi nemandi útskýrði regnsafnarann í skólanum á svo skilmerkilegan hátt að eftir
var tekið.
Hér hafa verið dregin fram tvö dæmi sem ekki er hægt að draga miklar álykt-
anir af. Þau gefa þó vísbendingu um að vinnubrögðin í námsefni verkefnisins gætu
orðið til þess að þeir nemendur fái þarna tækifæri til að finna til sín sem virðast ekki
oft verða þeirrar ánægju aðnjótandi í skólanum.
UMHVERFISMENNTUN
Kids network-verkefnin fjalla um þætti í umhverfi okkar. Kennarar veltu fyrir sér
hvernig þar hefði tekist til:
Mérfannst sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með hve álit nemenda á vatni breytt-
ist á þessu tímabili. Vatn var íbyrjun svo sjálfsagt og ekkert sérstakt við það en í
lokin var það orðið að dýrmætum fjársjóði sem við áttum öll og þurftum að gæta
vandlega.
- Víðsýni nemenda eykst og sjóndeildarhringurinn stækkar ísamskiptum nemenda
við aðrar þjóðir. Vandamál eru víða þau sömu, og nemendur thuga, skoða og ræða
t.d. vatn, hreint, tnengað, ómengað, mengunarvalda o.s.frv. Ég tel að nemendur
geri sér betur grein fyrir náttúruvernd eftir vinnu með verkefnið - efvel er unnið.
Kennararnir líta svo á að tekist hafi að vekja nemendur til umhugsunar um um-
hverfi sitt og annarra. Það virtist ekki skipta máli hvort þessum sömu kennurum
hefði þótt heppilegt að gera tilraunirnar í almennu kennslustofunni eða ekki þegar
þeir mátu þennan þátt.
En stundum vanmetum við þekkingu nemenda okkar:
Umræðurnar um súra regnið sýndu að nemendur vissu heilmikið um þetta fyrir.
HUGLEIÐINGAR
Eftir þá reynslu sem fengist hefur af þátttöku okkar í Kids network er ég þeirrar
skoðunar að þátttaka í verkefninu geti verið heillandi kostur fyrir ncmendur.
Námsefnið sem fylgir er vandað að dómi kennara sem styrkir mig í þessari skoðun.
Dómur nemenda sjálfra vegur þungt í mínum huga. Augljóst er að námseiningarn-
ar krefjast tíma og skipulags af hendi kennara. Þýðingar á námsefninu á íslensku
skipta sköpum fyrir þátttöku hérlendis. I því samhengi er rétt og skylt að minna á að
átak það sem gert var í þýðingarmálum byggðist á styrkjum úr Vonarsjóði Kennara-
sambands íslands og Þróunarsjóði grunnskóla. Mér þykir einnig einsýnt að áhugi
skólastjórnar sé forsenda þess að nýjungar nái fram að ganga í skólum. En allt bygg-
ist þó á vinnu bekkjarkennaranna, þeir eru lykillinn að skólastarfinu sjálfu.
Það er ekki sjálfgefið að við notum erlent tungumál, þó ekki sé nema að sáralitlu
leyti, í námi grunnskólanema á aldrinum 10-12 ára. Auðvitað þurfum við að staldra
141