Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 153

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 153
HELGI SKULI KJARTANSSON Turkmenistan en Baluk/stan. Við þessu er í rauninni fátt að segja, en ósamræmi í sama nafni er óheppilegt (t.d. ýmist K/el eða K/l). Sama er um mannanöfn. Frelsis- hetjan Suður-Ameríska er kölluð Bolivar (sem er kannski óheppilegt gagnvart þeim sem þekkja spænska ritháttinn Bohvar), en kínverski leiðtoginn Mao; það mætti svosem eins rita Bolivar og Maó, en endanlegt samræmi verður seint fundið. . Þá eru ónefndir staðir sem eiga sérstök íslensk nöfn, yfirleitt forn. Sum eru algeng og sjálfsögð (eins og Kaupmannahöfn, Feneyjar, Rín), önnur svolítið hátíð- leg (Lundúnir, Saxelfur, Óðinsvé) eða beinlínis fornfáleg (Dyflinn, Kænugarður). I Söguatlas eru vel þekkt íslensk nöfn yfirleitt notuð, en farið varlega í þau fornfálegu (samt alltaf ritað Dyflinn). Hér er mikið álitamál hve langt skuli ganga, en ég tel a.m.k. að of lítið sé notað af fornum nöfnum á miðaldakortum af Norðurlöndum. Hér er t.d. ekki talað um Heiðabæ, Hleiðru, Hlaðir, Ána helgu eða Skáneyri, heldur notuð samsvarandi nöfn á ný-skandínavísku; meira að segja er Jómsborg, sem á sér ekkert nútímanafn, kölluð „Jomsborg". Jórvík heitir svo á víkingaöld (eins og í Eglu) og York eftir það (eins og í Heimskringlu), og fer í rauninni vel á því. Nú má kannski segja að það sé óþarft að fara mörgum orðum um rithátt staða- nafna í einni einstakri bók Námsgagnastofnunar; þar hljóti öðru fremur að vera farið eftir því sem almennt gildi í útgáfuverkum stofnunarinnar. Nú vill svo til að á síðasta ári gaf hún ekki aðeins út söguatlasinn, heldur líka landafræðibókina Evrópa álfan okkar og alveg nýja Kortabók handa grunnskólum, og hafa að nokkru leyti sömu menn unnið að útgáfu ritanna þriggja. En þau hafa samt bersýnilega ekkert verið samstillt hvað varðar rithátt staðanafna (t.d. eru sértákn mest notuð í kortabókinni, einnig í umritunum af öðrum leturkerfum), og í þeim öllum koma fyrir hnökrar og ósamræmi í því efni. Þýðendur Söguatlass skrifa einfaldan og fremur hlutlausan stíl og gæta þess að stilla orðaforða í hóf, sjálfsagt af tillitssemi við unga notendur. Þannig er í kortaskýring- um vísað á „bardagastaði" eða „orrustustaði" en ekki vígvelli; sjaldan talað um landvinninga, árásir eða ránsferðir, heldur reynt í lengstu lög að komast af með orðin „sókn" og „sigrar"; á teikningu standa menn á „líkhaug" en ekki valkesti; nautgripur er kallaður „uxi/kýr". Tímaskortur við þýðingu og yfirlestur hefur leitt til þess að á stöku stað hafa flotið í gegn pennaglöp eins og „Þjóðverjar" fyrir Tyrkir (bls. 187) eða „hægri" fyrir vinstri (bls. 95, skýring við mynd). Þá er ekki heldur að undra þótt nokkuð beri á hnökrum af því tagi sem erfitt er fyrir þýðendur að varast með öllu í fyrstu umferð, en eiga að hverfa við vandaðan yfirlestur. I kortaskýringu er t.d. talað um „ákveð- in" landamæri Rómaveldis, sem bersýnilega á að vera víggirt landamæri (kort 38 og 40); og talað er um svæði sem „hernumin" hafi verið af Sovétríkjunum þar sem einungis er átt við svæði sem innlimuð voru í þau (kort 185). Herþyrlum er skipt í „flutningaflug" og „árásaflug" (bls. 116). í Hollandi er talað um „Herforingjahéruð" (kort 93) sem á erlendum málum eru kennd við „generalítetið" (af general = „alls- herjar-") af því að þau voru utan fylkja og undir stjórn ríkisheildarinnar. í Kóreu- 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.