Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 47
ályktun að Staðarhólsbók hafi ekki verið heimild hinnar nýju löggjafar. Hann gerir einnig ráð fyrir að einungis eitt handrit hafi verið notað. Ef svo er verður ljóst að Staðarhólsbók hefur ekki verið höfð til hliðsjónar. Hins vegar er alveg ástæðulaust að ætla að einungis eitt handrit hafi verið notað. Miklu sennilegra er að lagamenn þeir sem stóðu að samningu Jónsbókar hafi haft undir höndum fleiri handrit eins og Olafur Halldórsson telur. Það skýrir einnig hvers vegna sá sleppti Rannsóknaþætti sem rita lét Staðarhólsbók. Hann hefur verið í öðru handriti sem endurskoðendur hafa haft að fyrirmynd. Ef þessi niðurstaða er rétt gegnir nokkurri furðu að jafnmikið skyldi vandað til slíks bráðabirgðaverks sem ritun Staðarhólsbókar hefur þá verið. Skýringin kann að vera sú að með því hafi menn viljað gera tvennt: annars vegar sýna konungi og lögspekingum hans virðingu með því að hafa þetta undirbúnings- plagg veglega úr garði gert og svo hins vegar að leggja áherzlu á að þeim ákvæðum sem þar væru skráð yrði fyllsti gaumur gefinn. Jónsbók var samin í Noregi, en engar heimildir eru til um að Staðarhólsbók hafi verið þar. Um sögu hennar vita menn ekkert með vissu fyrr en á 16. öld.70 Þannig verður ekkert vitað um það hvort höfundar Jónsbókar hafi haft hana við höndina. Það haggar þó ekki þeirri niðurstöðu að bókin hafi verið rituð í þeim tilgangi að hún yrði höfð til hliðsjónar við samningu Jónsbókar. Varla hafa höfðingjar hér á landi látið verkið algerlega afskiptalaust, þannig að einhver undirbúningur hlýtur að hafa farið fram hér. Þá er auðvitað hugsanlegt að hún hafi alls ekki verið notuð úti í Noregi þótt rituð væri í þeim tilgangi. 8. STAÐARHÓLSBÓK OG SÍÐARI AFRIT GRÁGÁSARTEXTA Ef Staðarhólsbók hefur verið skrifuð í þeim tilgangi sem nú hefur verið lýst er eðlilegt að spurt sé hvers vegna menn héldu áfram að skrifa upp texta Grágásar, einstaka þætti, einstök ákvæði og útdrætti allt fram undir 1800. í útgáfu Vilhjálms Finsens eru birtir textar úr 31 handriti eða við þau stuðzt að öðru leyti og eru meðal þeirra bæði Konungsbók og Staðarhólsbók. Til viðbótar koma pappírshandrit sem eru ekki notuð, 73 talsins. Þar á meðal eru afrit Staðarhólsbókar eða hluta úr henni.71 Ef miðað er við Grágásarútgáfu Vilhjálms Finsens er ljóst að langmest kveður að uppskrifmm á Kristinna laga þætti, eða kristinrétti hinum foma. Er hann í handritum ásamt ýmsu öðm lögfræðilegu efni, einkum Jónsbók og Kristinrétti Áma Þorlákssonar. Á þessu er nærtæk skýring. Kristinréttur fomi gilti í Hólabisk- upsdæmi allt til ársins 1354, þannig að hann var gildandi lög löngu eftir að Jámsíða og síðar Jónsbók hafði gengið í gildi. Þess vegna var eðlilegt að hann væri afritaður á fyrri hluta 14. aldar. En því var einnig haldið áfram á síðari hluta 14. og fram á 15. öld. Þá stóðu mikil átök milli kirkjunnar manna og veraldarhöfðingja. Er sú skýring líklegust að þar hafi menn talið málstað sínum til framdráttar að hafa hinn 70 Sjá Ólaf Lárusson: „Grágás", bls. 126-27. Fyrsti eigandi Staðarhólsbókar sem vitað er um er Hólmfríður Erlendsdóttir húsfrú í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum. 71 Vilhjálmur Finsen: „Forerindring". Grágás III, bls. XXXVI-LV. 299
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.