Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 64
sbr. H 1988 1982 þar sem ekki var fallist á kröfu um vaxtavexti yegna þess að ekki var samið svo um. Sjá hins vegar H 1996 189 þar sem fallist var á kröfu um, að heimilt væri að höfuðstólsfæra vexti, skv. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 á 12 mánaða fresti. Hin almenna regla varðandi dráttarvexti er sú, að gjaldfallnir dráttarvextir skulu lagðir við höfuðstól á 12 mánaða fresti, sbr. 12. gr. vxl. Þetta má þó einungis gera, ef vanskil standa lengur en í 12 mánuði og ekki oftar en á 12 mánaða fresti. I 49. gr. víxill. og 46. gr. tékkal. er gert ráð fyrir því, að sá víxilskuldari eða tékkaskuldari, sem leysir til sín víxil eða tékka ásamt áföllnum vöxtum, geti krafist úr hendi þess víxilskuldara eða tékkaskuldara, sem ábyrgð ber gagnvart honum, allra þeirra fjárhæða, sem hann hefur greitt. í því felst, að allir áfallnir vextir á innlausnardegi leggjast við höfuðstól og mynda nýjan stofn kröfu á hendur síðamefnda skuldaranum. Sama regla og hér var síðast nefnd er einnig talin gilda í öðmm tilvikum, þar sem maður hefur samkvæmt skyldu leyst til sín skuld, en á framkröfu á hendur öðmm aðila.33 2.3.2.4 Dráttarvextir Eins og áður segir er með dráttarvöxtum átt við þá vexti, sem reiknast á kröfu frá gjalddaga hennar eða eindaga. Vanefndir á peningaskuldbindingum verða oftast með þeim hætti, að greiðsla dregst fram yfir réttan gjalddaga. Kröfuhafinn bíður vaxtatap við þessar van- efndir, því hann hefði getað látið peningana bera vexti, ef hann hefði fengið þá greidda á réttum tíma. Bætur fyrir slíkt vaxtatap em nefndar dráttarvextir, og þeirra getur kröfuhafi krafist, ef dráttur verður á greiðslu höfuðstóls, án tillits til þess, hvernig á drættinum stóð, þ.e. sök skuldara skiptir ekki máli.34 Skaðabætur þessar, dráttarvextir, eru reiknaðar með sérstökum hætti, svo sem nánar verður rakið síðar. Þær eru, ef svo má segja, lögákveðnar skaðabætur (meðalhófsbætur), sem greiða ber án tillits til sönnunar tjóns. í því felst, að þótt kröfuhafinn geti sannað, að fjártjón hans (vaxtatap) nemi hærri fjárhæð en hin- um lögákveðnu dráttarvöxtum, verður hann að láta sér þá nægja, og skuldari verður að greiða dráttarvextina, þótt hann geti sannað, að raunvemlegt vaxtatap kröfuhafans hafi verið minna.3"’ Telja verður, að kröfuhafi geti átt rétt til frekari bóta vegna greiðsludráttar en dráttarvaxta, ef hann bíður í raun meira tjón. Vaxtatap sitt getur hann á hinn bóginn ekki fengið bætt með öðmm hætti.36 33 Um vaxtavexti sjá nánar Viðar Már Matthíasson: Um vexti og dráttarvexti í lögum og laga- framkvæmd, bls. 13, 48-49 og bls. 58. 34 Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 105-106; Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 73; Þórður Eyjólfsson: Lagastafir, bls. 208; Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 38; Viðar Már Matthíasson: Um vextí og dráttarvexti í lögum og lagaframkvæmd, bls. 12. 35 Sjá t.d. Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 38-39. 36 Sjá Þórður Eyjólfsson: Lagastafir, bls. 208, og Viðar Már Matthíasson: Um vexti og drátt- arvexti í lögum og lagaframkvæmd, bls. 13. Sjá hins vegar Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 39, þar sem hann ræðir um dráttarvexti og segir: „Bætur fyrir annað tjón, sem kröfuhafi bíður af vanefnd peningagreiðslu, en vaxtatap, fær hann venjulega eigi“. 316
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.