Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 94

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 94
konar skuldbindinga og getur hann haft í för með sér beitingu hinna alvarlegri vanefndaúrræða, t.d. riftunar og gjaldfellingar. Skuldari, sem innt hefur greiðslu sína af hendi við kröfuhafa með því að greiða hana til pósthúss, ræður oft ekki atburðarásinni eftir það. Skuldari ákvarðar greiðslutímamarkið, og hann veit, hversu langan tíma það almennt tekur að koma greiðslunni til skila með þeim hætti. Hann hefur hins vegar engin tök á að fylgja greiðslunni eftir með neinum hætti eða staðreyna, hvenær hún kemur til kröfuhafa. Til þess að létta skuldara efndimar með þessum hætti, er stundum svo ákveðið, að greiðsla teljist innt af hendi á réttum tíma, ef hún er afhent til pósthúss eða banka fyrir lok umsamins greiðslufrests. Þannig segir t.d. í 3. mgr. 33. gr. húsaleigul., að leigjanda sé ávallt heimilt að inna greiðslu af hendi í banka eða senda í pósti með sannanlegum hætti. Greiðsla með þeim hætti telst þá greidd á réttum greiðslustað og þann dag, sem hún er innt af hendi í bankanum eða pósthúsinu. I 7. gr. reglugerðar nr. 183/1990, um skil á staðgreiðslu, segir, að staðgreiðslu- fé ásamt skilagrein eða gíróseðli þurfi að hafa borist inn á gíróreikning eða á skrifstofu innheimtumanns eigi síðar en á eindaga. Dagsetning greiðslukvittunar innheimtumanns staðgreiðslu eða kvittun á gíróseðli er sönnun fyrir því, að skil hafi verið gerð á réttum tíma. Póstlagning greiðslu fyrir eindaga kemur ekki í veg fyrir álagsbeitingu, ef greiðsla berst eftir eindaga.Um greiðslu á launaskatti með gíróseðli sjá H 1989 1782. Þar var gjalddagi launaskatts 15. ágúst 1987 og eindagi 15. september sama ár. Þann dag greiddi skuldari skattinn með D-gíró- seðli í viðskiptabanka sínum, og bankinn greiddi innheimtumanni (tollstjóra) þá fjárhæð með ávísun, sem barst honum 17. september 1987. Var greiðslumáti þessi talinn jafngilda póstlagningu í skilningi 8. tl. skýringa á bakhlið launaskatts- seðilsins, og var skuldari því sýknaður af kröfu um greiðslu dráttarvaxta. I þessu sambandi skal getið reglugerðar nr. 529/ 1989, um framtal og skil á virðisaukaskatti. Þar segir, að það teljist fullnægjandi skil á virðisaukaskatti: 1. Ef greitt er í banka, sparisjóði eða pósthúsi í síðasta lagi á gjalddaga. 2. Ef greitt er hjá innheimtumanni í síðasta lagi á gjalddaga. 3. Ef póstlögð greiðsla hefur borist innheimtumanni í síðasta lagi á gjalddaga. Svipuð regla og fram kemur í 3. mgr. 33. gr. húsleigul. hefur í Danmörku verið nefnd póstreglan, og á hún sérstaklega við, þegar vanefnd greiðslu getur haft í för með sér beitingu hinna alvarlegri vanefndaúrræða, t.d. varðandi greiðslu húsaleigu. Er þar í landi litið svo á, að greiðsla sé innt af hendi á póst- húsi, þegar pósthúsið hefur veitt greiðslunni viðtöku, t.d. til sendingar með póstávísun eða í gíró. I Danmörku er póstreglan lögfest hvað varðar greiðslu húsaleigu, og hún er í framkvæmd einnig viðurkennd hvað varðar greiðslu skatta og annarra opinberra gjalda. Sending hvort heldur sem er almenns bréfs eða ábyrgðarbréfs með tékka til kröfuhafa, telst í Danmörku ekki greiðsla til pósthúss. í þeim efnum gildir sú regla, að greiðsla telst þá fyrst innt af hendi, þegar hún er komin til kröfuhafa, sbr. Ufr. 1980 453.84 84 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 124. 346
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.