Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 45
45
frani þessum frumreglum sínum, verða menn þó að alliuga
það, að varnagla sló hann i niðurlagi formálans, er liann
segir: »Hér vil eg áminnt hafa þann kristilega lesara, að
ekki höldum vér svo fast á þessari hljóðstafagrein, að þar
skuli aldrei af vikja mega, ef þörf og nauðsyn krefur, heldur
er tilheyrilegt, að þar sem merkilegar málsgreinir eru, þá
er betra, að vanti hljóðstafinn, heldur en að maður færi
meiningina úr lagi eða leggi það út með óskiljandi orðum,
sem menn verða fað] hafa ráðgátu um, hvað það skal vera.
Og þetla má hér i þessum sálmum allviða íinna, að einn
eða annan hljóðstaí vantar«. Með þessum orðum kippir byskup
að nokkuru leyti grundvellinum undan þeim stoðum, er hann
vildi á reisa sálmana. Að minnsta kosti er hér jafnan smuga
góðvild manna ti) þess að bera í bætifláka, er mistök koma
fram i þvi, að beilt sé að fullu grundvallarreglum þeim, sem
byskup selti að öndverðu um sálmaval. Og er skyll að gæta
þess jafnan.
Viðtökur þær, er sálmabókin fekk, má nokkuð marka af
hréfi þvi Guðbrands hyskups, er fyrr getur og dagselt er 2.
dag einmánaðar 1590, til sira Böðvars Jónssonar í Reykholti.1)
Byskup segist þá þegar hafa látið frá sér fara »1 hundr. eða
l'/j hundr.« eintaka af sálmabókinni, en ekki fengið enn lukt
af verði þeirra, nema 5 eða 6 dali. Þelta er þó að eins Ijár-
hagslegt atriði. Hitt er merkara, sem skýrt kemur i ljós af
bréfinu, að ýmsir hafa þá þegar hafið harða allögu að sálm-
um byskups og fundið þeim margt til foráttu. Getur byskup
þar fyrst athugasemda frá síra Böðvari sjálfum og eins frá
Oddi byskupi, en bregzt vel við þeim og telur þær runnar
af góðvild. Segir.hann og margt hafa misprentazt, cnda sé í
formálanum beiðzt, að virt sé á hetra veg og lagfæringar
gerðar af nærgætni. En við öðrum mönnum, sem einnig
hafa veitzt að sálmabókinni og hyskup nefnir ekki, snýst
hann þar heldur harkalega. Ivallar hann þá öfundarmenn
sina, rógbera og orðhengla (grammalicuculos, orðrétt mál-
fræðagauka), »sem ekki kunna annað en öfunda og i verra
máta að virða annarra erfiði, en gera ekkert sjálíir«. Vill byskup
ekki taka mikið mark á orðum þessara manna, »sem heil-
inn úl brýzt af of mikilli vizku«, eins og hann segir, og
huggar sig við það, að »þeir einfaldir og sem frómir eru,
þeir steyta sig ekki«. Kveðsl hann og munu fara sínu fram,
1) Lbs. 101, 4lo„ bls. 423-5.
6