Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 3
w
Formáli.
Ýmsir íslendingar munu enn kannast við bók eina, sem mikið var út-
breidd hér á landi á 17., 18. og 19. öld og mikið þótti til koma, og nefnd
var »Harmonía«, en hét fullu nafni »Harmonia evangelica, það er guðspjall-
anna samhljóðan«. Var hún samin suður á Þýzkalandi, af þremur merkum og
lærðum guðfræðingum, en þýdd á íslenzku af Þórði biskupi Þorlákssyni, og
gefin út í fyrsta sinni í Skálholti 1687*), því næst á Hólum 1749, og í þriðja
og síðasta sinni í Viðeyjar-klaustri 1838 af Ó. M. Stephensen.
Er í bók þessari »Historia Vors Herra ]esv Christi, Vm þann Tijma er
hann synelega umgieckst hier á Jördu, samanskrifud af þeim fiorum Gud-
spiallamönnum Mattheo, Marco, Luca og Johanne«, þ. e. efni allra guðspjall-
anna er notað í samfelda lýsingu á lífi Jesú, á þann hátt, að hliðstæðir kaflar
eru aðeins teknir einu sinni, — sameiginlega efnið í þeim fléttað saman í eina
heild, með það í huga, að ekkert af því verði út undan, — og alt annað efni,
sem ekki á hliðstæður, en kemur fyrir í einhverju guðspjallanna, sett á þann
stað inn í frásöguna, sem því er ætlað að eiga heirna í.
»Harmonía« þessi hefir haft mikið gildi fyrir sinn tíma og aðferð hennar
þótt ágæt, þar eð mönnum á þennan hátt var miklu auðveldara að kynnast
efni guðspjallanna með því að lesa það í samfeldu máli, heldur en með hinu,
að lesa hvert guðspjallanna út af fyrir sig. — Getur hver sá gjört sér hug-
mynd um gildi þessarar aðferðar, er heyrt hefir píslarsögu Frelsara vors lesna
í kirkjum vorum, eins og hún var »saman lesin eftir hinum fjórum guðspjalla-
mönnum* og síðast prentuð í »Handbók fyrir presta á íslandi* 1869.
En þótt aðferð' þessi hefði ágæta kosti, gat hún þó ekki fullnægt mönn-
um, þegar kröfurnar fóru að aukast til vísindalegrar nákvæmni, og því síður
*) „Harmonia Evangelica. Þad er Gudspiallanna Samhlioodan ] Vm vors DRoltens }ESV
Christi Holldgan 6í Hingadburd | hans Fraiuferde | Lærdoom | Kieílingar 6í Krapfaverh
haiis Pijnu | Dauda | Vpprisu 6í Vppstigning | so sfii þeirheilögu Gudspiallamenn | Mattheus
Marcus Lucas 6í Johannes hafa umm sierhvört skrifad. — Samantekenn i eitt af ... D. Martino
Chemnitio. D. Polycarpo Lysero 6í D. Johanne Gerhardo. ... A vort Islendskt Tungumaal
wtgeingenn i fyrsta sinn. ... Skaalhollte ... Anno 1687.