Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 4
IV
eftir að rannsóknir hófust um heimildir guðspjallanna og um samband það, er
væri milli þriggja fyrstu guðspjallanna. Var þá tekin upp ný aðferð, sú að
prenta sameiginlegt efni þriggja fyrstu guðspjallanna í samhliða dálkum, svo
að auðvelt sé að bera saman, orð fyrir orð, og fá greinilegt yfirlit yfir, hvað
sé eins, og í hverju beri á milli í orðalagi og efnisvali hvers guðspjalls um
sig. Einnig er þá auðvelt að fá yfirlit yfir efniskafla þá, sem aðeins koma fyrir
í einu af guðspjöllunum og engar hliðstæður eiga í hinum.
Sá maður, sem fyrstur notaði þessa dálkaaðferð, var þýzkur guðfræð-
ingur, að nafni johann Jakob Griesbach (f. 1745, d. 1812). Guðspjallasaman-
burður hans kom út í Halle árin 1774—75 og hét ritið: »Synopsis Evan-
geliorum«. Hafa guðfræðingar síðan nefnt bækur þær »synopsis«-rit, sem
prenta sameiginlegt efni þriggja fyrstu guðspjallanna í samhliða dálkum. En
vegna þess, hve guðspjöll þessi hafa mikið efni sameiginlegt, sem þannig má
fara með til yfirlits (= synopsis), voru þau nefnd »synoptisku« guðspjöllin, til
aðgreiningar frá fjórða guðspjallinu, sem þeim er í svo mörgu ólíkt, bæði að
niðurröðun, efnisvali og framsetningu. A íslenzku hafa þrjú fyrstu guðspjöllin
verið nefnd »samstofna« guðspjöll, og er því nafni haldið hér.
Aðferð Griesbachs hefir ótvíræða kosti fram yfir eldri »harmoníu«-að-
ferðina, einkum fyrir alla þá, er leggja vilja stund á guðfræðileg vísindi eða
fræðast um uppruna guðspjallanna og samband þeirra, um það sem þar er
sameiginlegt í efnisvali, niðurröðun og meðferð efnis og orðalagi — og hins
vegar um það, sem þar ber á milli og ólíkt er. Nefna guðfræðingar þau
merkilegu viðfangsefni »synoptiska« vandamálið*)-
Eðlilegt er, að stórþjóðirnar, sem lengst eru komnar í biblíuvísindum og
bezt hafa tæki og efni til vandaðrar bókaútgáfu, eigi allmörg »synopsis«-rit,
og eru þau með æði ólíku og margvíslegu sniði og fyrirkomulagi. Skulu hér
talin hin helztu þeirra, sem gefin hafa verið út á Þýzkalandi, Englandi og í
Ameríku á síðusfu áratugum 19. aldarinnar og á þessari öld:
C. Tischendorf: Synopsis evangelica. — Lipsiae. — 7. úfg. 1898.
R. Heineke: Synopse der drei ersten kanonischen Evangelien. 1—III.
— Giessen 1898.
Wilhelm Larfeld: Griechisch —deutsche Synopse der vier neutestament-
lichen Evangelien. — Tíibingen 1911.
A. Huck: Synopse der drei ersten Evangelien. -- Túbingen. -- 6. útg. 1922.
IV. G. Rushbrooke: Synopticon. — London 1880.
A. Wright: A Synopsis of the Gospels in Greek. -- London. -- 3. útg. 1906.
]. M. Thompson: The Synoptic Gospels arranged in parallel columns.
— Oxford 1910.
*) Eliki þykir ástæöa til aö gjöra hér nánar grein fyrir þessu vandamáli, en látið
nægja að vísa til kaflans um „Samband þriggja fyrstu guðspjallanna sín á milli“ í bók dr.
Jóns Helgasonar biskups „Sögulegur uppruni nýja testamentisins" (Rvík 1904), og til kaflans
„Þrjú fyrstu guðspjöllin“ í „ Inngangsfræði nýja testamentisins" eftir Magnús prófessor
Jónsson (Rvík 1921).