Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 5
V
Evnest D. Buvton and Edgav J. Goodspeed: A Havmony of the Syn-
optic Gospels in Gveek. — Chicago. — 4. úfg. 1927.
Rit þessi eru öll með grískum texta, nema »Synopse« Larfeld’s, sem líka
hefir þýzkan texta, og bók Thompson’s, sem hefir guðspjallatextann á ensku.
Öll hefi eg haft rit þessi til hliðsjónar við samningu »Samanburðar«
míns, en mest gagn hefi eg haft af þremur þeirra, samanburði Huck’s, Lar-
feld’s og þeirra Durton & Goodspeed’s. Einnig hefi eg notfært mér »Synop-
tische Tafeln zu den drei álteren Evangelien mit Unterscheidung der Quellen
in vierfachen Farbendruck. Von Johannes Weisz. Göttingen 1919«. Mestur
vandinn hefir verið sá, að sameina það tvent, að gjöra samanburðinn sem
greinilegastan, en eyða þó sem minstu rúmi í eyður og fleirprentanir. Skal nú
lýst í fáum dráttum niðurröðun og aðferð þeirri, sem eg hefi fylgt með það í huga.
»Samanburðinum« er skift í 240 greinar eða kafla, sem tölusettir eru
og gefin yfirskrift og § merki. Alt efni samstofna guðspjallanna er tekið upp
í kafla þessa, hvort sem um það efni er að ræða, sem sameiginlegt er þeim
öllum þremur, eða aðeins tveimur þeirra, eða úr sérheimild einhvers eins af
guðspjöllunum og kemur ekki fyrir í neinu hinna. Er í niðurröðun þessara
kafla reglan sú, að röð Markúsar er Iögð til grundvallar, þar sem öll
þrjú guðspjöllin hafa sama efnið*). Er ástæðan til þessa sú niðurstaða biblíu-
vísindanna, að Markúsarguðspjall sé annað aðalheimildarrit hinna tveggja. Má
> því sambandi benda á, að alt efni Markúsar má finna hjá Matteusi, að
undanteknum c. 35 versum, og einnig í Lúkasi, að undanskildum c. 90 vers-
um og kaflanum Mark. 645—826. — Matteusi er þar á móti fylgt, nema sér-
staklega standi á, í niðurröðun þess sameiginlega efnis Matteusar og Lúkasar,
sem menn telja tekið úr riti, nú glötuðu, er hafði að geyma ræður ]esú,
og nefnt hefir verið »RæðuheimiId«. — Þegar um sérefni eins guðspjalls er að
ræða, er kaflinn settur þar sem eðlilegast er samkvæmt röð þess guðspjalls.
Auk þessarar aðalskiftingar í 240 kafla, er hverju hinna þriggja guð-
spjalla skift niður í tölusetta efniskafla, Matteusarguðspjalli í 170, Markúsar í
108, en Lúkasar í 161. Þar sem vikið er frá efnisröð einhvers guðspjallsins,
samkvæmt því sem þegar hefir verið skýrt frá, er það ávalt gefið til kynna
með því, að þar er engin tala sett fyrir framan kaflann, en hans getið og
hann tölusettur á þeim stað, þar sem hann hefði átt að vera samkvæmt röð
þess guðspjalls. — Eðlilegt er að greinar (§) »Samanburðarins« séu færri
en efniskaflar allra þriggja guðspjallanna samanlagðir (170 + 108 + 161
~ 439), þar eð svo margir kaflarnir eru sameiginlegir tveimur eða öllum
þremur guðspjöllunum.
Neðanmálstilvitnunum í Gamla-testamentið er slept, vegna þess að þær
hefðu gjört ritið talsvert stærra og dýrara, en öllum auðveldur aðgangur að
þeim í biblíuútgáfu vorri frá 1912.
*) Frá reglu þessari er vikið aðeins tvívegis, — sjá bls. 44nn. (sbr. bls. 57 og 79), —
«'l Þess að slíta ekki sundur Útsendingarræðuna í Matt. guðspjalli, og komast hjá að Iví-
prenta kaflana Mark. 3i3—19 og Ó6b—13 með hliðst.