Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 18
§ 2 og 3
2
15því að hann mun verða mikill fyrir augliti drottins. Og hann mun ekki
drekka vín né áfengan drykk, en hann mun fyllast heilögum anda þegar frá
móðurlífi. 160g mörgum af Israels sonum mun hann snúa til drottins, Guðs
þeirra. 17 Og hann mun ganga fyrir honum í anda og krafti Elía, til þess að
snúa hjörtum feðra til barna og hinum óhlýðnu til hugarfars réttlátra, til þess
að búa drotni altýgjaðan lýð. 18Og Sakaría sagði við engilinn: Af hverju get
eg vitað þetta með vissu? Því að eg er gamall og kona mín er hnigin á efra
aldur. 19Og engillinn svaraði og sagði við hann: Eg er Gabríel, sem stend
frammi fyrir Guði, og eg var sendur til að tala við þig og flytja þér þessi
gleðitíðindi. 20 Og sjá, þú munt mállaus verða og ekki geta talað til þess dags,
er þetta kemur fram, vegna þess að þú trúðir ekki orðum mínum, sem þó
munu rætast á sínum tíma. 21 Og fólkið beið eftir Sakaría, og þeir undruðust
yfir því, að honum dvaldist í musterinu. 22 En er hann kom út, gat hann ekki
talað við þá, og skildu þeir þá, að hann mundi sýn séð hafa í musterinu; og
hann gaf þeim bendingar, og var áfram mállaus. 23 Og er þjónustudagar hans
voru liðnir, fór hann heim til sín.
24 En eftir þessa daga varð Elísabet kona hans þunguð, og hún leyndi
sér í fimm mánuði og sagði: 25Þannig hefir drottinn gjört við mig, er hann
leit til mín, til þess að afmá hneisu mína í augum manna.
§ 3. Boðuð fæðing Jesú.
3. Lúk. 126—38
26 En á sétta mánuði var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í
Galíleu, sem heitir Nazaret, 27 til meyjar, er var föstnuð manni, sem ]ósef hét,
af ætt Davíðs, en mærin hét María. 28 0g engillinn kom inn til hennar og
sagði: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn sé með þér. 29 En henni
varð hverft við þessi orð og tók að hugleiða, hvílík þessi kveðja væri. 30 Og
engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd, María, því að þú hefur fundið náð
hjá. Guði. 31 Og sjá, þú munt þunguð verða og fæða son; og þú skalt láta
hann heita ]ESUM. 32Hann mun verða mikill og verða kallaður sonur hins
hæsta; og drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, 33 og
hann mun ríkja yfir ætt ]akobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir
verða. 34 Þá sagði María við engilinn: Hvernig getur þetta verið, þar eð eg hefi
ekki karlmann kent? 35 Og engillinn svaraði og sagði við hana: Heilagur andi
mun koma yfir þig og krafíur hins hæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun
og það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs. 36 Og sjá, Elísabet,
frændkona þín, í elli sinni er hún einnig orðin þunguð að syni, og þetta er
hinn sétti mánuður hennar, hún sem kölluð var óbyrja; ^því að ekkert orð
frá Guði mun verða ómáttugt. 38En María sagði: Sjá, eg er ambátt drottins;
verði mér eftir orðum þínum. Og engillinn fór burt frá henni.