Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 23
§ 8, 9 og 10
7
aftur og vegsömuðu og lofuðu Guð fyrir alt það, er þeir höfðu heyrt og séð,
eins og sagt hafði verið við þá.
§ 9. Jesús umskorinn og færður drotni í musterinu.
7. Lúk. 221—39
21 Þegar átta dagar voru liðnir og hann skyldi umskera, var hann látinn
heita ]ESÚS, eins og hann var nefndur af englinum, áður en hann var get-
inn í móðurlífi.
22 En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögum Móse, fóru þau
með hann til Jerúsalem, til að færa hann drotni, — 23eins og ritað er í lög-
máli drottins: Alt karlkyns, er fyrst opnar móðurlíf, skal kallast helgað drotni,
— 24 og til þess að færa fórn, eftir því sem sagt er í lögmáli drottins, tvær
turtildúfur eða tvær ungar dúfur. 25 Og sjá, í Jerúsalem var maður að nafni
Símeon, og maður þessi var réttlátur og guðrækinn og vænti huggunar ísraels,
og heilagur andi var yfir honum. 26 Og honum hafði verið birt það af heilög-
um anda, að hann skyldi ekki dauðann sjá, fyr en hann hefði séð drottins
Smurða. 27 Og hann kom að tillaðan andans í helgidóminn, og er foreldrarnir
komu inn með barnið Jesúm, til að fara með það eftir reglu lögmálsins, 28 þá
tók hann það í fang sér og lofaði Guð og sagði:
29 Nú lætur þú, herra, þjón þinn i friði fara,
eins og þú hefir heitið mér,
30 því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt,
31sem þú hefir fyrirbúið í augsýn allra Ipða,
32ljós til opinberunar heiðingjum
og til vegsemdar lýð þínum ísrael.
33 Og faðir hans og móðir hans voru undrandi yfir því, er sagt var um
hann. 34Og Símeon blessaði þau og sagði við Maríu, móður hans: Sjá, þessi
er settur til falls og til viðreisnar mörgum í ísrael, og til tákns, sem móti
verður mælt, — 35 já, sverð mun jafnvel nísta þína eigin sálu, — til þess að
hugsanir margra hjartna verði opinberar. 36 0g þar var Anna spákona Fanú-
elsdóttir, af ætt Assers; hún var háöldruð; hafði hún að eins lifað sjö ár með
manni sínum, frá því hún var mey, 37 og síðan verið ekkja fram að áttatíu og
fjögra ára aldri. Hún veik eigi úr helgidóminum, og dýrkaði Guð með föstum
og bænahaldi nótt og dag. 38 Og hún kom að á sömu stundu og lofaði Guð og
talaði um hann við alla, sem væntu lausnar Jerúsalem. 39 Og er þau höfðu lokið
öllu, er lögmál drottins bauð, sneru þau aftur til Galíleu, til borgar sinnar Nazaret.
«
§ 10. Vitringarnir frá Austurlöndum.
3. Matt. 2i —12
1 En er Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu, á dögum Heródesar kon-
ungs, sjá, þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: 2Hvar
*