Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Qupperneq 24
§ 10 og 11
8
er hinn nýfæddi Gyðingakonungur? Því að vér höfum séð stjörnu hans austur frá
og erum komnir, til þess að veita honum lotningu. 3En er Heródes konungur
heyrði þetta, varð hann felmtsfullur og öll Jerúsalem með honum; 4og er hann
hafði safnað saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins, spurði hann
þá, hvar hinn Smurði ætti að fæðast. 50g þeir svöruðu honum: í Betlehem í
Júdeu. Því að þannig er ritað af spámanninum: 60g þú Betlehem, land Júda,
ert engan veginn hin minsta meðal höfðingja Júda; því að frá þér mun koma
höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns, ísraels. 7Þá kallaði Heródes vitring-
ana til sín á laun og fékk hjá þeim glögga grein á því, hve lengi stjarnan
hefði sést; 8 lét hann þá síðan fara til Betlehem og sagði: Farið og haldið
vandlega spurnum fyrir um barnið, og er þér hafið fundið það, þá látið mig
vita, til þess að eg geti einnig komið og veitt því lotningu. 9 En er þeir höfðu
hlýtt á konunginn, fóru þeir leiðar sinnar. Og sjá, stjarnan sem þeir höfðu séð
austur frá, fór fyrir þeim, þar til er hún staðnæmdist þar yfir, sem barnið var.
10 En er þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir harla mjög. 11 Og þeir gengu inn í
húsið og sáu barnið ásamt Maríu móður þess, og féllu fram og veittu því
lotningu. Og þeir opnuðu fjárhirzlur sínar og færðu því gjafir: gull, reykelsi
og myrru. 12 Og er þeir höfðu fengið bendingu í draumi um það, að hverfa
ekki aftur til Heródesar, fóru þeir aðra leið heim til lands síns.
§ 11. Flótti og heimkoma.
4. Matt. 2i3—23
13 En er þeir voru burt farnir, sjá, þá vitrast engill drottins Jósef í draumi
og segir: Rís upp og tak barnið og móður þess með þér og flý til Egipta-
lands, og ver þar þangað til ég segi þér, því að Heródes mun leita barnsins,
til þess að fyrirfara því. 14 Og hann reis upp, tók barnið og móður þess með
sér um nóttina og fór til Egiptalands, 15og þar dvaldist hann alt til dauða
Heródesar, svo að rætast skyldi það, sem talað er af drotni fyrir munn spá-
mannsins, er segir: Frá Egiptalandi kallaði eg son minn. 16 En er Heródes
sá, að hann var gabbaður af vitringunum, varð hann afarreiður, sendi út og
lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og öllum nálægum héruðum, tvævetur og
þaðan af yngri eftir þeirri tímalengd, sem hann hafði komist að hjá vitringun-
um. 17Rættist það þá, sem mælt er af Jeremía spámanni, er hann segir:
18 Rödd heyrðist í Rama, grátur og kveinstafir miklir, — Rakel grætur börnin
sín; og hún vildi ekki huggast láta, því að þau eru ekki framar lífs.
19 En er Heródes var dáinn, sjá, þá vitrast engill drottins Jósef í draumi
í Egiptalandi og segir: 20Rís upp og tak barnið og móður þess með þér og
far til ísraelslands, því að þeir eru dánir, er sátu um líf barnsins. 21 Og hann
reis upp, tók barnið og móður þess með sér og kom til ísraelslands. 22 En er
5: Sbr. ]óh 741—42: ^'Aðrir sögðu: Þessi maður er hinn Smurði. En sumir sögðu:
Mundi hinn Smurði þá homa frá Galíleu? 42Hefir ekki ritningin sagt, að hinn Smurði muni
koma af kyni Davíðs og fvá Betlehem, þorpinu þar sem Davíð átti heima.