Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Side 25
9
§ 11 og 12
hann heyrði, að Arkelás réð ríki í Júdeu, í stað Heródesar föður síns, varð
hann hræddur við að fara þangað. Og er hann hafði fengið bendingu í draumi,
hélt hann til Galíleubygða. 23 Og er hann kom þangað, settist hann að í borg,
sem heitir Nazaret, til þess að það skyldi rætast, sem spámennirnir hafa sagt:
Nazarei skal hanri kallast.
§ 12. Frá æsku Jesú.
8. Lúk. 240—52
40 En sveinninn óx og styrktist, fullur vizku, og náð Guðs var yfir honum.
41 Og foreldrar hans ferðuðust ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðinni.
42 Og þegar hann var orðinn tólf ára gamall, fóru þau upp til Jerúsalem eftir
hátíðarsiðnum. 43Og er þau höfðu verið þar út hátíðisdagana og sneru heim-
leiðis, varð sveinninn Jesús eftir í Jerúsalem, og vissu foreldrar hans það eigi;
44en af því að þau ætluðu, að hann væri með samferðafólkinu, fóru þau eina
dagleið og leituðu að honum meðal frænda og kunningja. 45 Og er þau fundu
hann ekki, sneru þau aftur til Jerúsalem og leituðu hans. 460g það var ekki
fyr en eftir þrjá daga, að þau fundu hann í helgidóminum, þar sem hann sat
mitt á meðal lærimeistaranna, og gerði hvorltveggja að hlýða á þá og spyrja
þá. 47 En alla, sem heyrðu til hans, furðaði á skilningi hans og andsvörum.
48 Og er þau sáu hann, urðu þau forviða; og móðir hans sagði við hann:
Barn, hví gerðirðu okkur þetta? Sjá, faðir þinn og eg leituðum þín harm-
þrungin. 490g hann sagði við þau: Hvers vegna voruð þið að leita að mér?
Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem míns föður er? 50 En þau
skildu ekki það, er hann talaði við þau. 51 Og hann fór heim með þeim, og
kom til Nazaret, og var þeim hlýðinn. Og móðir hans geymdi öll þessi orð í
hjarta sínu. 52 Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá Guði og
mönnum.
2