Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 28
§ 14, 15 og 16
12
§ 14. Iðrunarprédikun Jóhannesar skírara.
6. Matt. 37 ío
7En er hann sá marga af Faríse-
um og Saddúkeum koma til skírnar
sinnar, sagði hann við þá:
Þér nöðru-afkvæmi, hver kendi yður
að flýja undan hinni komandi reiði?
8Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni,
9og ætlið ekki, að þér getið sagt með
sjálfum yður: Vér eigum Abraham að
föður; því að eg segi yður, að Guð
getur vakið Abraham börn af steinum
þessum. 10 En öxin er þegar lögð að
rótum trjánna; verður þá hvert það
tré, sem ekki ber góðan ávöxt, upp
höggvið og því í eld kastað.
10. Lúk. 37—o
7Hann sagði því við mannfjöldann,
sem fór út, til að skírast af honum:
Þér nöðru-afkvæmi, hver kendi yður
að flýja undan komandi reiði?
8Berið þá ávexti samboðna iðruninni,
og ætlið ekki að þér getið sagt með
sjálfum yður: Vér eigum Abraham að
föður; því eg segi yður, að Guð
getur vakið Abraham börn af steinum
þessum. 9En öxin er og þegar lögð að
rótum trjánna; verður þá hvert það
tré, sem ekki ber góðan ávöxt, upp
höggvið og því í eld kastað.
§ 15. Boðskapur Jóhannesar skírara til ýmissa stétta.
11. Lúk. 3io—H
10Og mannfjöldinn spurði hann og sagði: Hvað eigum vér þá að gjöra?
nEn hann svaraði og sagði við þá: Sá, sem hefir tvo kyrtla, gefi þeim annan,
sem engan hefir, og sá, sem matföng hefir, geri eins. 12 Þá komu og toll-
heimtumenn til að láta skírast, og þeir sögðu við hann: Meistari, hvað eigum
vér að gjöra? 13 En hann sagði við þá: Krefjist ekki meira en yður er boðið.
14 En hermenn spurðu hann einnig og sögðu: Og vér, hvað eigum vér að
gjöra? Og hann sagði við þá: Kúgið ekki né svíkið fé út úr neinum, og
látið yður nægja mála yðar.
§ 16. Boðskapur Jóhannesar skírara um Messías.
7. Matt. 3ií —12 2. Mark. I7—s 12. Lúk. 3ts—ís
15 En þegar nú eftir- vænting var vöknuð hjá lýðnum, og allir voru að hugsa í hjörtum sínum um ]óhannes, hvort hann ekki kynni að vera hinn Smurði, 16svaraði ]ó-