Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 30
14
§ 18
8. Matt. 3i3—n
13 Þá kemur Jesús frá
Galíleu til Jórdanar, til
Jóhannesar, til þess að
skírasf af honum; 14 en
Jóhannes varnaði honum
þess og sagði: Mér er
þörf að skírast af þér, og
þú kemur til mín! 15En
Jesús svaraði og sagði
við hann: Lát það nú
eftir, því að þannig ber
okkur að fullnægja öllu
réttlæti. Þá lætur hann
það eftir honum. 16 Og er
Jesús var skírður, sté
hann jafnskjótt upp úr
vatninu; og sjá, himnarnir
opnuðust fyrir honum, og
hann sá Guðs anda stíga
ofan eins og dúfu og
koma yfir hann; 17og sjá,
rödd af himnum sagði:
Þessi er minn elskaði
sonur, sem eg hefi vel-
þóknun á.
§ 18. Skírn Jesú.
3. Mark. lg—11
90g svo bar við á
þeim dögum, að Jesús
kom frá Nazaret í Galíleu
og var skírður af Jóhann-
esi í Jórdan; 10og jafn-
skjótt er hann sté upp úr
vatninu, sá hann himnana
ljúkast upp og andann
stíga niður eins og dúfu
yfir hann;
11 og röddkomafhimnum:
Þú ert minn elskaði son-
ur, á þér hefi eg velþóknun.
14. Lúk. 321—22
21 En þegar allur lýð-
urinn var skírður,
bar svo við, er Jesús
hafði einnig verið skírður
og var að gjöra bæn sína,
að himininn opnaðist, 22 og
heilagur andi steig niður
yfir hann í líkamlegri
mynd, eins og dúfa,
og rödd kom af himni:
Þú ert minn elskaði sonur,
á þér hefi eg velþóknun*).
Ættartala Jesú hjá Lúkasi. Sjá § 6.
15. Lúk. 323—38. Sbr. Matt. 11 —16.
*) Annar leshátlur: Þú ert minn elskaði sonur, í dag hefi eg getið þig.
Matt. 3i3—17 = Mark. lg—11 = Lúk. 321—22. Sbr. Jóh. I29—34: 29Daginn eftir sér
hann Jesúm koma til sín og segir: Sjá, guðslambið, er ber synd heimsins! 30Hann er sá,
sem eg sagði um: „Eftir mig kemur maður, sem hefir verið á undan mér; því að hann var
fyrri en eg“. 31 Og ekki þekti eg hann, en til þess að hann yrði kunnur Israel, — til þess
er eg kominn og skíri með vatni. 32 Og Jóhannes vitnaði og sagði: Eg hefi horft á andann
stíga niður af himni eins og dúfu, og hann hvíldi yfir honum. 33 Og eg þekti hann ekki, en
sá sem sendi mig, til þess að skíra með vatni, hann sagði við mig: Sá sem þú sér andann
stíga niður yfir og hvíla yfir, hann er sá sem skírir með heilögum anda. 34 Og eg hefi séð
það, og eg hefi vitnað, að þessi er guðs-sonurinn.