Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 35
19
§ 22 og 23
§ 22. Jesús kallar fyrstu lærisveina sína.
11. Matt. 4i8—22
18 En er hann gekk fram með
Galíleuvalninu, sá hann bræður
tvo, Símon, sem kallaður er
Pétur, og Andrés, bróður hans,
er voru að leggja dragnet í
vatnið, því að þeir voru fiski-
menn; 19og hann segir við þá:
Komið og fylgið mér, og mun
eg gjcra yður að mannaveið-
urum. 20 Og þegar í stað yfir-
gáfu þeir netin og fylgdu honum.
21 Og er hann gekk þaðan
lengra fram, sá hann aðra tvo
bræður, Jakob Zebedeusson og
Jóhannes bróður hans, á bát
með Zebedeusi, föður þeirra,
og voru þeir að bæta net sín;
og hann kallaði þá. 22 Og þeir
yfirgáfu jafnskjótt bátinn og
föður sinn, og fylgdu honum.
6. Mark. Ii6—20
16 Og er hann gekk fram með
Galíleu-vatninu, sá hann Símon
og Andrés, bróður Símonar,
er þeir voru að leggja dragnet á
vatninu, því að þeir voru fiski-
menn. 17Jesús sagði við þá:
Komið og fylgið mér, og mun
' eg láta yður verða mannaveið-
ara. 18Og þegar í stað yfirgáfu
þeir netin og fylgdu honum.
19 Og er hann gekk spölkorn
lengra, sá hann Jakob Zebe-
deusson og Jóhannes bróður
hans, sem einnig voru á bát
að bæta net sín; 20og jafnskjótt
kallaði hann þá, og þeir yfir-
gáfu Zebedeus föður sinn og
daglaunamennina þar í bátnum,
og fóru á eftir honum.
Sbr. Lúk.
5i—11
§ 23. Jesús í samkunduhúsinu í Kapernaum.
7. Mark. I21—28
21 Og þeir fara inn í Kapernaum,
og þegar í stað gekk Jesús á hvíldar-
deginum inn í samkunduhús þeirra
og kendi.
19. Lúk. 43 1—37
81 Og hann kom niður til Kaperna-
um, borgar í Galíleu, og hann kendi
þeim á hvíldardeginum
Matt. 4is—22 = Mark. I16-20. Sbr. Jóh. I35—12: 35Daginn eftir var ]óhannes þar aftur
staddur og tveir af lærisveinum hans. 36 Og hann horfÖi á Jesúm, þar sem hann var á gangi,
og segir: Sjá, guðs-lambið! 37 Og lærisveinarnir tveir heyrðu hann tala þetta, og fóru á eftir
Jesú. 38 En Jesús sneri sér við, og er hann sá þá koma á eftir sér, segir hann við þá:
35 Hvers leitið þið? En þeir sögðu við hann: Rabbí — sem útlagt þýðir meistari —, hvar
býr þú? 40Hann segir við þá: Komið, og þá sjáið þið það. Þeir komu og sáu, hvar hann bjó,
og voru hjá honum þann dag. Var það um tíundu stundu. 41 Andrés, bróðir Símonar Péturs,
var annar af þessum tveimur, sem höfðu heyrt til Jóhannesar og farið á eftir honum. 42 Hann
finnur fyrst bróður sinn Símon og segir við hann: Við höfum fundið Messías, það er út-
lagt: Smurður.