Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 46
§ 42, 43 oc; 44
30
§ 42. Föstur.
26. Matt. 6ie—18
16 En er þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði eins og hræsnararnir;
því að þeir gjöra ásjónur sínar torkennilegar, til þess að menn geti séð, að
þeir fasta; sannlega segi eg yður, að þeir hafa laun sín út tekið. 17En er þú
fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt, ]8til þess að menn sjái ekki, að
þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leyndum, og faðir þinn, sem sér í leynd-
um, mun endurgjalda þér.
§ 43. Fjársjóðir á himni.
27. Matt. 6i 9—11
]9Safnið yður ekki fjársjóðum á
jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og
þar sem þjófar brjótast inn og stela;
20 en safnið yður fjársjóðum á himni,
þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og
þar sem þjófar bjótast ekki inn og stela,
21 því að þar sem fjársjóður þinn er,
þar mun og hjarta þitt vera.
Luk. 1233—31
33 Seljið eigur yðar og gefið ölmusu,
útvegið yður pyngjur, sem ekki fyrn-
ast, ótæmandi fjársjóð í himnunum,
þar sem þjófur kemur eigi nálægt og
mölur ekki heldur veldur skemdum;
34því að þar sem fjársjóður yðar er,
þar mun og hjarta yðar vera.
§ 44. Líking um augað.
28. Matt. 622—23
22Augað er lampi líkamans; ef því
auga þitt er heilt, þá mun allur lík-
ami þinn vera í birtu; 23 en sé auga
þitt sjúkt, þá mun allur líkami þinn
vera í myrkri; ef því ljósið í þér er
myrkur, hve mikið verður þá myrkrið;
Lúk. 1134—36
34Auga þitt er lampi líkamans; þeg-
ar auga þitt er heilt, þá er og allur
líkami þinn í birtu; en sé það sjúkt,
þá er og líkami þinn í myrkri. 35Gæt
því þess, að ljósið, sem í þér er, sé
ekki myrkur. 36Sé því líkami þinn all-
ur í birtu og enginn partur hans í
myrkri, þá verður hann allur í birtu,
eins og þegar lampi skín á þig með
birtu sinni.