Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Qupperneq 47
31
§ 45 Ofl 46
§ 45. Um að þjóna tveimur herrum.
29. Matt. 624 Lúk. 16i3
24Enginn getur þjónað tveimur herrum, því að annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða að- hyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon. 13Enginn þjónn getur þjónað tveim- ur herrum, því að annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða aðhyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon.
§ 46. Um áhyggjur.
30. Matt. Ö25—34
25 Þess vegna segi eg yður: Verið ekki
áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið
að eta eða hvað þér eigið að drekka,
ekki heldur um líkama yðar, hverju þér
eigið að klæðast. Er ekki lífið meira
en fæðan og líkaminn meira en
klæðnaðurinn? 26 Lítið til fugla him-
insins, þeir sá ekki né uppskera
og þeir safna ekki heldur í hlöður,
og yðar himneski faðir fæðir þá; eruð
þér ekki miklu fremri en þeir? 27En
hver af yður getur með áhyggjum
aukið einni alin við hæð sína?*) 280g
hví eruð þér áhyggjufullir um klæðnað?
Gefið gaum að liljum vallarins, hversu
þær vaxa; þær vinna ekki og þær spinna
ekki heldur, 2?en eg segi yður, að jafnvel
Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo
búinn sem ein þeirra. 30Fyrst Guð
nú skrýðir svo gras vallarins, sem
í dag stendur, en á morgun verður í
ofn kastað, skyldi hann þá ekki mikíu
fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir?
31Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað
LÚk. 1222—32
22 En hann sagði við lærisveina sína:
Fyrir því segi eg yður: Verið ekki
áhyggjufullir um lífið, hvað þér eigið
að eta; ekki heldur um líkama yðar,
hverju þér eigið að klæðast; 23því að
lífið er meira en fæðan, og líkaminn
meira en klæðnaðurinn.
24Gætið að
hröfnunum: þeir sá ekki né uppskera
og ekki hafa þeir forðabúr né hlöðu,
og Guð fæðir þá; hve miklu eruð þér
fremri fuglunum! 25 Og hver af yður
getur með áhyggjum sínum aukið alin
við hæð sína?*) 26Fyrst þér nú getið
ekki það sem minst er, hvers vegna
eruð þér þá áhyggjufullir um alt hitt?
27Gætið að liljunum, hversu þær
vaxa; þær vinna ekki og spinna ekki
heldur; en eg segi yður: jafnvel Saló-
mon í allri dýrð sinni var ekki svo
búinn sem ein þeirra. 28Fyrst Guð
nú skrýðir svo grasið á vellinum, sem
stendur í dag, en á morgun verður í
ofn kastað, hversu miklu fremur mun
hann þá klæða yður, þér lítiltrúaðir!
29 Og svo sé um yður, spyrjið ekki
) EÖa: við aldur sinn.