Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 51
35
§ 53 og 54
§ 53. Játning og breytni.
37. Matt. 721—23
21 Ekki mun hver sá, er við mig
segir: Herra, herra, ganga inn í himna-
ríki, heldur sá er gjörir vilja föður
míns, sem er í himnunum. 22Margir
munu segja við mig á þeim degi:
Herra, herra, höfum vér ekki spáð
með þínu nafni, og höfum vér ekki
rekið út illa anda með þínu nafni,
og höfum vér ekki gjört mörg krafta-
verk með þínu nafni?
23 Og þá mun
eg segja þeim afdráttarlaust: Aldrei
þekti eg yður; farið frá mér þér, sem
fremjið lögmálsbrot.
Lúk. 646 og 1326—27
46 En hví kallið þér mig herra,
herra, og gjörið ekki það sem eg segi.
1326Þá munuð þér taka að segja:
Vér höfum þó etið og drukkið fyrir
augum þér, og á götum vorum kendir þú.
27 Og hann mun segja: Eg segi yður,
eg veit ekki hvaðan þér eruð; víkið
frá mér, allir ranglætisiðkendur!
§ 54. Líking í ræðulok.
38. Matt. 724-27
24Hver sem því heyrir þessi orð
mín og breytir eftir þeim, honum má
líkja við hygginn mann, er bygði hús
sitt á bjargi; 25og steypiregn kom of-
an, og beljandi lækir komu og storm-
ar blésu, og skullu á því húsi, en það
féll ekki, því að það var grundvallað
á bjargi.
26 Og hverjum, sem heyrir
þessi orð mín og breytir ekki eftir
þeim, honum má líkja við heimskan
mann, er bygði hús sitt á sandi;
27 og steypiregn kom ofan, og beljandi
lækir komu og stormar blésu, og buldu
á því húsi, og það féll, og fall þess
var mikið.
Lúk. 647—19
47 Eg skal sýna yður, hverjum hver
sá er líkur, sem kemur til mín og
heyrir orð min og breytir eftir þeim;
43hann er líkur manni, er bygði hús,
gróf og fór djúpt og lagði undirstöð-
una á bjargi; og er vatnsflóð kom,
skall beljandi lækurinn á því húsi, en
fékk hvergi hrært það, vegna þess að
það var vel bygt. 49 En sá er heyrir
og gjörir ekki, hann er líkur manni,
er bygði hús á jörðunni án undir-
stöðu; beljandi lækurinn skall á því,
og hrundi það þegar, og hrun þess
húss varð mikið.