Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 65
§ 69. Sundurlyndi milli nánustu skyldmenna.
58. Matt. 1034—36
34Ætlið ekki að eg sé kominn til
að flytja frið á jörð; eg er ekki kominn
til að flytja frið, heldur sverð.
35þvl' að
eg er kominn til að gjöra mann
ósáttan við föður sinn og dóttur við
móður sína og tengdadóttur við
tengdamóður sína, 36 og heimilismenn-
irnir verða óvinir húsbónda síns.
Lúk. 1251—53
51Ætlið þér, að eg sé kominn til
að gefa frið á jörðinni? Nei, segi eg
yður, heldur sundurþykki. 52 Því að
upp frá þessu munu fimm vera í einu
húsi sundurþykkir, þrír á móti tveimur
og tveir á móti þremur. 53þejr munu
verða sundurþykkir, faðir við son og
sonur við föður, móðir við dóttur og
dóttir við móður sína, tengdamóðir
við tengdadóttur sína og tengdadóttir
við tengdamóður sína.
§ 70. Skilyrði þess að vera lærisveinn Jesú. Sbr. § 121.
59. Matt. IO37—39
37Hver, sem ann föður eða móður
meir en mér, er mín ekki verður, og
hver, sem ann syni eða dóttur meir
en mér, er mín ekki verður.
38 Og hver, sem ekki tekur sinn
kross og fylgir mér eftir, er mín
ekki verður.
39Hver sem hefir fundið líf
sitt, mun týna því, en hver, sem hefir
týnt lífi sínu mín vegna, mun finna það.
Lúk. 1426—27 og 1733
26 Ef einhver kemur til mín og
hatar ekki föður sinn og móður og
konu og börn og bræður og systur,
og jafnvel einnig sitt eigið líf, hann
getur ekki verið lærisveinn minn.
27 Hver, sem ekki ber sinn eigin
kross og fylgir mér eftir, getur ekki
verið lærisveinn minn.
1733Hver sem reynir að ávinna líf
sitt, mun týna því, en hver sem týnir
því, mun varðveita það.
§ 71. Niðurlag útsendingarræðunnar.
60. Malt. IO40—111
Lúk. 10i6
40Hver, sem tekur á móti yður, tekur á móti
mér, og hver, sem tekur á móti mér, tekur á móti
þeim, er sendi mig. 41 Hver, sem tekur á móti
16Sá sem hlýðir á
yður, hlýðir á mig, og sá
sem hafnar yður, hafnar
Matt. IO39 (I625) = Mark. 835 = Lúk. 924 (1733). Sbr. Jóh. 1225; 25 Sá sem elskar
líf sitt, glatar því, og sá sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun varðveita það til eilífs lífs.
7