Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Qupperneq 69
53
§ 74, 75 og 76
Matt. 11 Lúk. 10
23 Og þú, Kapernaum! munt þú uerda hafin til himins? Til Heljar skalt þú niður stíga*); því að ef þau krafta- verk hefðu gjörð verið í Sódómu, sem gjörst hafa í þér, stæði hún alt til þessa dags. 24 En eg segi yður, að landi Sódómu mun verða bærilegra á dómsdegi en þér. 15 Og þú Kapernaum! munt þú verða hafin til himins? Til Heljar mun þér niðursökt verða.
§ 75. Faðirinn vegsamaður.
64. Matt. II25—27 Lúk. 1021 — 22
25 Á þeim tíma tók Jesús til máls og sagði: Eg vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir hulið þetta fyrir spekingum og hyggindamönnum, og opinberað það smælingjum. 26 Já,faðir,þannig varðþað, sem þér er þóknanlegt. 27AIt er mér falið af föður mínum, og enginn gjör þekkir soninn nema faðirinn, og eigi heldur gjörþekkir nokkur föðurinn 21 Samstundis varð hann glaður í heil- ögum anda og sagði: Eg vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefir hulið þetta fyrir spekingum og hyggindamönnum, og opinberað það smælingjum. Já, faðir, þannig varð það sem þér er þóknanlegt. 22Alt er mér falið af föður minum, og enginn veit, hver sonurinn er, nema faðirinn, né hver faðirinn er, nema sonurinn og sá,
nema sonurinn, og sá er sonurinn vill opinbera hann. sem sonurinn vill opinbera hann.
§ 76. Komið til mín.
65. Matt. Il2s -30
28Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. 29Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að eg er hóg- vær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld; 30því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.
*) Annar leshálfur: Og þú, Kapernaum, sem hefir verið hafin lil himins — lil Heljar
skalt þú niður stíga.
Matt. II27 = Lúk. IO22. Sbr. a) )óh. 335: 35Faðirinn elskar soninn og hefir gefið alla
hluti í hönd honum. — b) ]óh. 172: 2eins og þú hefir gefið honum vald yfir öllu holdi, til
þess að hann gefi öilu, sem þú gafst honum, eilíft líf. — c) ]óh. 729: 29 Eg þekki hann, því
að eg er frá honum, og hann hefir sent mig. — d) ]óh. IO14—15: 14 Eg er góði hirðirinn og
þekki mína, og mínir þekkja mig, 15eins og faðirinn þekkir mig og eg þekki föðurinn; og
eS legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina,