Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 75
59
§ 82 oq 83
Ummæli Jesú um Jóhannes skírara. Sjá § 73.
42. Lúk. 724—35 (= Matt. 1 —19).
§ 82. Ðersynduga konan. Sbr. •§ 214.
43. Lúk. 736—50
36En einn af Faríseunum bauð honum að eta hjá sér; og hann fór inn
í hús Faríseans og settist undir borð. 37 En sjá, þar í bænum var kona nokkur
bersyndug; og þegar hún varð þess vís, að hann sat yfir borði í húsi Faríse-
ans, kom hún með alabastursbuðk með smyrslum, 38stóð fyrir aftan við fætur
hans grátandi, og tók til að væta fætur hans með tárum sínum og þerraði þá
með höfuðhári sínu, kysti fætur hans og smurði þá með smyrslunum. 39En er
Faríseinn, sem honum hafði boðið, sá þetta, sagði hann með sjálfum sér;
Væri þessi maður spámaður, þá vissi hann, hver og hvers konar kona það er,
sem snertir hann, að hún er bersyndug. 40Og Jesús svaraði og sagði við
hann: Símon, eg hefi nokkuð að segja þér. Og hann mælti: Seg þú það,
meistari. 41 Lánardrottinn nokkur átti tvo skuldunauta; annar þeirra skuldaði
honum fimm hundruð denara, en hinn fimtíu. 42Nú er þeir áttu ekkert til að
borga með, gaf hann þeim báðum upp. Hvor þeirra skyldi nú elska hann
meira? 43Símon svaraði og sagði: Eg hygg, sá sem hann gaf meira upp. En
hann sagði við hann: Þú ályktaðir rétt. 44Síðan sneri hann sér að konunni
og sagði við Símon: Sér þú konu þessa? Eg kom í hús þift, og þú gafst mér
ekki vatn á fætur mína, en hún vætti fætur mína með tárum sínum og þerr-
aði þá með hári sínu. 45 Þú gafst mér ekki koss, en frá því eg kom inn hefir
hún ekki látið af að kyssa fæfur mína. 40 EUki smurðir þú höfuð mitt með
olíu, en hún hefir smurt fætur mína með smyrslum. 47Þess vegna segi eg þér:
hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar, því að hún elskaði mikið; en sá
elskar lítið, sem lítið er fyrirgefið. 48 En hann sagði við hana: Syndir þínar
eru fyrirgefnar. 49 Og þeir, sem til borðs sátu með honum, tóku að segja með
sjálfum sér: Hver er þessi maður, sem jafnvel fyrirgefur syndir? 50 En hann
sagði við konuna: Trú þín hefir frelsað þig; far þú í friði.
§ 83. Konurnar frá Galíleu.
44. Lúk. 81—3
!Og svo bar við skömmu síðar, að hann fór um, borg úr borg og þorp
úr þorpi, prédikaði og boðaði fagnaðarerindi guðsríkis, og með honum þeir
tólf 2og konur nokkurar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúk-
leikum: María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið út af, 3og Jó-
hanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, og Súsanna og margar aðrar, sem
hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.