Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Side 78
62
§ 85
Matt. 12
með mér, hann sundur-
dreifir. 31 Þess vegna segi
eg yður, að sérhver synd
og lastmæli mun verða
fyrirgefið mönnunum, en
lastmæli gegn andanum
mun eigi verða fyrirgefið.
32 Og hver sem
mælir orð gegn manns-
syninum, honum mun
verða fyrirgefið, en hver
sem mælir gegn
heilögum anda, honum
mun eigi verða fyrirgefið,
hvorki í þessum heimi né
heldur hinum komanda.
33 Látið annaðhvort heita
svo: tréð er gott og þá
er ávöxtur þess góður,
eða látið heita svo: tréð
er skemt og þá er á-
vöxtur þess skemdur;
því að af ávextinum
þekkist tréð. 34Þér nöðru-
afkvæmi, hvernig getið þér
talað það sem gott er,
þar sem þér sjálfir eruð
vondir? Því að af gnægð
hjartans mælir munnurinn.
35Góður maður ber gott
fram úr góðum sjóði,
og vondur
maður ber vont fram úr
vondum sjóði. 36 En eg
segi yður: sérhvert ónytju-
orð, það er mennirnir
mæla, fyrir það skulu þeir
á dómsdegi reikning lúka;
37því að af orðum þínum
muntu verða réttlættur,
og af orðum þínum muntu
verða sakfeldur.
Lúk. 11, 12 og 6
með mér, hann sundur-
dreifir.
12!0Og sérhver sem
mælir orð á móti manns-
syninum, honum mun
verða fyrirgefið; en þeim
sem talar lastmæli gegn
heilögum anda, honum
mun ekki verða fyrirgefið.
643Því að ekki er til
gott tré, sem ber skemd-
an ávöxt; ekki heldur
skemt tré, sem ber góðan
ávöxt.
44Því að sérhvert tré
þekkist af ávexti sínum;
því að ekki lesa menn
fíkjur af þyrnum og ekki
skera menn vínber af
þyrnirunni.
45Góður maður ber gott
fram úr góðum sjóði
hjarta síns, en vondur
maður ber vont fram úr
vondum sjóði; því að af
gnægð hjartans mælir
munnur hans.
Mark. 3
28Sannlega segi
eg yður: allar syndir
munu mannanna börnum
fyrirgefnar verða, og last-
mælin, svo mjög sem
þeir kunna að lastmæla;
20 en hver,
sem talar lastmæli gegn
heilögum anda, fær eigi
fyrirgefningu um aldur,
heldur er hann sekur um
eilifa synd; — 30 því að
þeir sögðu: Ohreinn andi
er í honum.