Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Side 79
63
§86 og 87
§ 86. Kröfur um tákn og svar Jesú.
71. Matt. 1238—í2 Lúk. II29—32
38 Þá svöruðu honum nokkurir af
fræðimönnum og Faríseum og sögðu:
Meisfari, oss langar til að sjá tákn hjá þér.
39En hann svaraði og sagði við þá:
Vond og hórsöm kynslóð heimtar
tákn, en henni skal ekki verða gefið
annað tákn en tákn jónasar spámanns*);
40 því að eins og Jónas var í kviði
stórfisksins þrjá daga og þrjár nætur,
þannig mun manns-sonurinn vera þrjá
daga og þrjár nætur ískauti jarðarinnar.
4,Níníve-menn munu koma fram í
dóminum ásamt kynslóð þessari og
dæma hana seka, því að þeir gjörðu
iðrun við prédikun Jónasar; og sjá,
hér er meira en ]ónas. 42Suðurlanda-
drotningin mun rísa upp í dóminum
ásamt þessari kynslóð og
dæma hana seka, því að hún kom frá
endimörkum jarðarinnar, til þess að
heyra speki Salómons; og sjá, hér er
meira en Salómon.
29 En er mannfjöldinn þyrptist að
honum, tók hann að segja:
Þessi kynslóð er vond kynslóð; hún
heimfar tákn, en eigi skal henni ann-
að tákn gefiðverða en Jónasar-táknið”').
30Því að eins og Jónas varð Niníve-
mönnum tákn,
svo mun og manns-sonurinn verða
þessari kynslóð.
32Niníve-menn munu koma fram í
dóminum ásamt kynslóð þessari og
dæma hana seka, því að þeir gjörðu
iðrun við prédikun Jónasar; og sjá,
hér er meira en Jónas. 31 Suðurlanda-
drotningin mun rísa upp í dóminum
ásamt mönnum þessarar kynslóðar og
dæma þá seka, því að hún kom frá
endimörkum jarðarinnar, fil þess að
heyra speki Salómons; og sjá, hér er
meira en Salómon.
§ 87. Varað við andvaraleysi.
72. Matt. 1243—15
43 En þegar óhreinn andi er farinn
út af manninum, fer hann um vatns-
lausa staði og leitar hvíldar, en
finnur ekki. 44 Þá segir hann:
Eg vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan
sem eg fór. Og er hann kemur,
finnur hann það tómt, sópað og prýtt.
45 Þá fer hann og tekur með sér sjö aðra
anda sér verri, og þeir fara inn þangað
og setjast þar að; og verður svo hið síð-
ara þess manns verra en hið fyrra. Svo
mun og fara fyrir þessari vondu kynslóð.
Lúk. II24- -26
24 Þegar óhreinn andi er farinn
út af manninum, fer hann um vatns-
lausa staði og leitar hvíldar, og er
hann finnur hana ekki, þá segir hann:
Eg vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan
sem eg fór. 25 Og er hann kemur,
finnur hann það sópað og prýtt.
26 Þá fer hann og tekur með sér sjö aðra
anda sér verri, og þeir fara inn
og setjast þar að, og verður svo hið síð-
ara þess manns verra en hið fyrra.
) Sbr. Matt. 16iog-t og Mark. 811—12.