Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Qupperneq 85
69
§ 93, 94 og 95
Mark. 4
eyru að heyra, hann heyri! 240g hann
sagði við þá: Gætið að hvað þér heyrið:
með þeim mæli, sem þér mælið, mun
yður mælt verða*), og við yður mun
bætt verða; 25 því að sá sem hefir,
honum mun gefið verða, og sá sem
ekki hefir, frá honum mun tekið verða
jafnvel það, sem hann hefir**).
Lúk. 8
lsGætið þess því, hvernig þér heyrið;
því að sá sem hefir,
honum mun gefið verða; og sá sem
eigi hefir, frá honum mun tekið verða
jafnvel það, sem hann ætlar sig hafa**).
§ 94. Sæðið, sem vex af sjálfu sér.
27. Mark. 426—29
26 0g hann sagði: Svo er og um guðsríki sem maður kasti sæði á jörð-
ina, 27og sofi og fari á fætur nótt og dag, og sæðið grær og vex, hann veit
eigi með hverjum hætti: 28af sjálfri sér ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið,
þá fult hveitikorn í axinu. 29 En er ávöxturinn er þroskaður, sendir hann þegar
út kornsigðina, því að uppskeran er komin.
§ 95. Dæmisagan um illgresið meðal hveitisins.
78. Matt. 1324-30
24Aðra dæmisögu framsetti hann fyrir þá og mælti: Líkt er himnaríki
manni, er sáði góðu sæði í akur sinn; 25 en meðan fólkið svaf, kom óvinur
hans og sáði Iíka illgresi meðal hveitisins, og fór síðan á burt. 26 En er grasið
spratt og bar ávöxt, þá kom og illgresið í ljós. 27 Þá komu þjónar húsbóndans
og sögðu við hann: Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan
kemur honum þá illgresi? 28 En hann mælti við þá: Þetta hefir óvinveittur
maður gjört. En þjónarnir segja við hann: Viltu þá, að vér förum og tínum
það? 29 En hann segir: Nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið
hveitið upp ásamt því. 30Látið hvorttveggja vaxa saman til kornskurðarins; og
er kornskurðartíminn kemur, mun eg segja við kornskurðarmennina: Tínið
fyrst illgresið og bindið það í bundin, til þess að brenna það, en safnið
hveitinu í kornhlöðu mfna.
*) Sbr. Malt. 72 b og Lúk. Ö3sb.
**) Sbr. Matt. 13i2 og 2529 og Lúk. 1926.