Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Qupperneq 102
§ 112
86
Matt. 15
þeir taka ekki handlaugar, er þeir
neyta matar. 3En hann svaraði og
sagði við þá: Hví brjótið þér og boð-
orð Guðs vegna erfikenninga yðar?
4Því að Guð hefir sagt: fieiðra föðuv
þinn og móður, og hver sem formælir
föður eða móður, skal dauða deyja.
5En þér segið: Hver sem segir við
föður sinn eða móður sína: Það, sem
þér hefði getað orðið til styrks frá
mér, er heitfé, — hann þarf alls eigi
að heiðra föður sinn. 6Og þér hafið
ónýft orð Guðs vegna erfikenninga yðar.
7Hræsnarar, vel hefir Jesaja spáð um
yður, er hann segir: 8Lýður þessi
heiðrar mig með vörunum, en hjarta
þeirra er langt í burtu frá mér; (Jog
til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna
lærdóma, sem eru manna boðorð.
Sbr. v. 3 — 6
10Og hann kallaði
til sín mannfjöldann og sagði við þá:
Heyrið og skiljið. 11 Eigi saurgar það
manninn, sem inn fer í munninn, —
heldur það sem út fer af munninum,
Mark. 7
neyta matar með vanhelgum höndum?
Sbr. v. 9 —13
6Og hann sagði við þá:
Vel hefir Jesaja spáð um yður, hræsn-
arana, eins og ritað er: Þessi lýður
heiðrar mig með vörunum, en hjarta
þeirra er langt í burtu frá mér. 7 Og
til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna
lærdóma, sem eru manna boðorð.
8Þér skeytið ekki boðum Guðs, en
haldið fast við erfikenning manna.
°Og hann sagði við þá: Dáfallega
ónýtið þér boð Guðs, fil þess að þér
getið haldið erfikenningu yðar! 10Því
að Móse sagði: Heiðra föður þinn og
móður þína, og: Hver, sem formælir
föður eða móður, skal dauða deyja.
11 En þér segið: Ef maður segir við
föður sinn eða móður sína: Það, sem
þér hefði getað orðið til sfyrks frá
mér, er »korban«, það er að segja:
heitfé, 12þá leyfið þér honum ekki
framar að gjöra neitt fyrir föður sinn
eða móður sína, 13og ónýtið þannig
orð Guðs með erfikenningu yðar, er
þér hafið sett; og margt annað gjörið
þér þessu líkt. 14 Og hann kallaði aftur
til sín mannfjöldann og sagði við þá:
Heyrið mig allir og skiljið. 15Ekkert
er það fyrir utan manninn, sem inn í
hann fer, er geti saurgað hann,
heldur það, sem út fer af manninum,