Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 107
91
§ 116 og 117
Matt. 16 Mark. 8
4Vond og hórsöm
kynslóð heimtar
tákn, en henni skal ekki
verða gefið annað tákn
en Jónasar-táknið. Og
hann yfirgaf þá og . fór
burt.
Hví krefst þessi kynslóð
tákns? Sannlega segi eg
yður: alls eigi mun tákn
verða gefið þessari kyn-
slóð. 13 Og hann skildi
við þá, steig aftur í bát-
inn og fór yfir um.
Lúk. 12 og 11
ekki hafa vit á að meta
hann?
1129 Þessi kynslóð er
vond kynslóð; hún heimtar
tákn, en eigi skal henni
annað tákn gefið verða
en ]ónasar-táknið.
§ 117. Varað við súrdeigi Faríseanna og Saddúkeanna.
97. Matt. 165—12 45. Mark. 814—21
5Og er lærisveinarnir komu yfir
um, hafði þeim gleymst að taka
bráuð.
6En ]esús sagði við þá;
Sjáið til og varið yður á súrdeigi
Faríseanna og Saddúkeanna**).
7En þeir hugsuðu með sjálfum sér og
sögðu: Vér höfum ekki tekið brauð.
8En er Jesús varð þess vís, mælti
hann: Hví eruð þér að hugsa um
það með sjálfum yður, þér trúarlitlir,
að þér eruð brauðlausir? 9 Skiljið þér
ekki enn þá?
Munið þér
þá eigi heldur eftir brauðunum fimm
handa fimm þúsundum, og hve margar
karfir þér tókuð?
10 Né eftir brauðunum sjö handa
fjórum þúsundum, og hvé marga
vandlaupa þér tókuð?
*) Sbr. Jóh. 635 nn.
**) Sbr. Lúk. 12i.
140g þeim hafði gleymst að taka
með sér brauð, og þeir höfðu ekki
nema eitt brauð*) með sér í bátnum.
15Og hann bauð þeim og sagði:
Gætið þess að vara yður á súrdeigi
Faríseanna og súrdeigi Heródesar**).
16 Og þeir töluðu hver við annan og
sögðu: Vér höfum ekki brauð.
17 Og er Jesús varð þess vís, segir
hann við þá: Hvað eruð þér að tala um,
að þér hafið ekki brauð? Skynjið þér
ekki enn né skiljið? Hafið þér for-
hert hjarta? 18Þér hafið augu, sjáið
þér þá ekki? Og þér hafið eyru,
heyrið þér þá ekki? Og munið þér
ekki? !9Þegar eg braut brauðin fimm
handa fimm þúsundunum, hversu margar
karfir fullar af brauðbrotum tókuð þér
upp? Þeir segja við hann: Tólf.
20Og þegar eg braut þau sjö handa
fjórum þúsundunum, hversu marga
fulla vandlaupa af brauðbrotum tókuð þér
þá upp? Og þeir segja við hann: Sjö.