Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Side 122
106
§ 132 ocj 133
§ 132. Bróðurskyldur.
109. Matt. 18i5—20
Lúk. 173
tsEn ef bróður þinn syndgar á móti þér, þá
far og vanda um við hann að þér og honum ein-
um saman; láti hann sér segjast, þá hefir þú unnið
bróður þinn. 16 En láti hann sér ekki segjast, þá
tak að auki með þér einn eða tvo, til þess að
hver framburður verði gildur við það, að tveir eða
þrír beri. 17 En hlýðnist hann þeim eigi, þá seg
það söfnuðinum; en ef hann einnig óhlýðnast söfn-
uðinum, þá sé hann þér eins og heiðingi og toll-
heimtumaður. 18Sannlega segi eg yður, hvað sem
þér bindið á jörðu, skal vera bundið á himni; og
hvað sem þér leysið á jörðu, skal vera leyst á
himni*). I9Enn segi eg yður: ef tveir af yður
verða sammála á jörðunni, mun þeim veitast af
föður mínum, sem er í himnunum, sérhver sá
hlutur, sem þeir kunna að biðja um; 20því að hvar
sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni,
þar er eg mitt á meðal þeirra.
3Hafið gát á sjálfum
yður. Ef bróðir þinn
syndgar, þá ávíta hann,
og ef hann iðrast, þá
fyrirgef honum.
§ 133. Sáttfýsi.
110. Matt. 182i~22 ' Lúk. 17i
21 Þá gekk Pétur til hans og mælti
við hann: Herra, hversu oft á eg að
fyrirgefa bróður mínum, er hann hefir
syndgað á móti mér? Alt að sjö sinn-
um? 22Jesús segir við hann: Ekki
segi eg þér: alt að sjö sinnum, heldur
alt að sjötíu sinnum sjö.
40g ef hann syndgar á móti þér
sjö sinnum á dag og kemur sjö sinn-
um aftur til þín og segir: Eg iðrast,
þá áttu að fyrirgefa honum.
) Sbr. Matt. 16i? og ]óh. 2023. Sjá bls. 93.