Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 127
111
§ 138 og 139
138. Sjötíu lærisveinarnir koma aftur.
67. Lúk. IO17—20. (Sbr. Mark. 16i7—is).
17En þeir sjötíu komu aftur með fögnuði og sögðu: Herra, jafnvel illir
andar eru oss undirgefnir í þínu nafni. 18 En hann mælti við þá: Eg sá Satan
falla af himni eins og eldingu. 19Sjá, eg hefi gefið yður vald til að stíga ofan
á höggorma og sporðdreka, og yfir öllu óvinarins veldi, og ekkert skal yður
minsta mein gjöra. 20 Gleðjist samt ekki yfir því, að andarnir eru yður undir-
gefnir, en gleðjist yfir því, að nöfn yðar eru innrituð í himnunum.
Faðirinn vegsamaður. Sjá § 75.
68. Lúk. IO21—22
Lærisveinarnir taldir sælir. Sjá § 91.
69. Lúk. IO23—24 = Matt. 13i6—n
Spurning lögvitringsins og æðsta boðorðið. Sjá § 190.
70. Lúk. 1025—28 = Matt. 2234—10 = Mark. 1228—34
§ 139. Dæmisagan um miskunnsama Samverjann.
71. Lúk. 1029—37
29 En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við ]esúm: Hver er þá
náungi minn? 30]esús svaraði og sagði: Maður nokkur ferðaðist frá ]erúsalem
niður til ]eríkó, og hann féll í hendur ræningjum, sem flettu hann klæðum og
börðu hann og fóru síðan burt og létu hann eftir hálfdauðan. 31 En af hend-
ingu fór prestur nokkur niður veg þennan, og er hann sá hann, gekk hann
fram hjá. 32SömuIeiðis kom og Levíti þar að og sá hann, en gekk einnig
fram hjá. 33 En Samverji nokkur er var á ferð, kom að honum, og er hann
sá hann, kendi hann í brjósti um hann, 34 og gekk til hans og batt um sár
hans og helti í þau olíu og víni; og hann setti hann upp á sinn eigin eyk og
flutti hann til gistihúss og bar umhyggju fyrir honum. 33 Og daginn eftir tók
hann upp tvo denara og fékk gestgjafanum og mælti: A1 þú önn fyrir honum,
og það sem þú kostar meiru til, skal eg borga þér, þegar eg kem aftur.
36Hver af þessum þremur sýnist þér hafa reynst náungi manninum, sem féll
í hendur ræningjunum? 37En hann mælti: Sá, sem miskunnarverkið gjörði á
honum. Og ]esús sagði við hann: Far þú og gjör þú slíkt hið sama.
Lúk. 10i8. Sbr. ]óh. 1231: 31 Nú gengur dómur yfir þennan heim, nú skal höfðingja
þessa heims kastað út.