Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Side 128
§ 140 og 141
112
§ 140. Marta og María.
72. Lúk. 1038—42
38 Er þeir nú voru á ferð, kom hann inn í þorp nokkurt. En kona ein
að nafni Marta tók á móti honum í hús sitt. 39 Og hún átti systur, er hét
María; hún settist við fætur drottins og hlýddi á orð hans. 40En Marta var
önnum kafin við mikla þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: Herra,
hirðir þú ekki um það, að systir mín lætur mig eina ganga um beina? Seg
þú henni að hjálpa mér. 41 En drottinn svaraði og sagði við hana: Marta,
Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, 42 en eitt er nauðsynlegt. María
hefir valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn frá henni.
Faðir vor. Sjá § 41.
73. Lúk. 111—4 = Matt. 69—13
§ 141. Dæmisagan um áleitna vininn.
74. Lúk. lls-s
5Og hann sagði við þá: Setjum svo, að einhver af yður eigi vin — og
fari til hans um miðnætti og segi við hann: Vinur, lánaðu mér þrjú brauð;
6 því að vinur minn er kominn til mín úr ferð, og eg hefi ekkert að bera á
borð fyrir hann; 7og hinn svari inni fyrir og segi: Gjörðu mér ekki ónæði;
það er búið að loka dyrunum, og börnin mín eru ásamt mér komin í rúmið;
eg get ekki farið á fætur, til að fá þér brauðin? 8Eg segi yður, þótt hann
fari ekki á fætur og fái honum þau sökum þess, að hann er vinur hans, þá
mun hann samt fara á fætur vegna áleitni hans, og fá honum eins mörg og
hann þarf.
Um bænheyrslu. Sjá § 49.
75. Lúk. II9—13 = Matt. 77—11
Varnarræða jesú gegn lastmælum. Sjá § 84 og 85.
76. Lúk. 1114—23 = Matt. 1222—30 = Mark. 322—27
Varað við andvaraleysi. Sjá § 87.
77. Lúk. 1124—26 = Matt. 1243—45
Lúk. IO3S—39. Sbr. Jóh. 111: 1 En maður nokkur var sjúkur, Lazarus frá Betaníu, úr
þorpi þeirra Maríu og Mörtu systur hennar (sbr. ]óh. 12i—3).