Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 133
117
§ 145, 146 og 147
Matt. 10 Lúb. 12
hvað þér eigið að tala; því að það mun verða gefið yður á þeirri stundu, hvað þér eigið að tala; 20 því að ekki eruð það þér, sem talið, heldur andi föður yðar, er í yður talar*). hvað þér eigið að segja; 12því að heilagur andi mun kenna yður á sömu stundu, hvað segja ber*).
§ 146. Dæmisagan um ríka bóndann.
83. Lúk. 12i 3—21
13En einn af mannfjöldanum sagði við hann: Meistari, seg þú bróður
mínum að skifta með mér arfi okkar. 14 En hann sagði við hann: Maður, hver
hefir sett mig dómara eða skiftaráðanda yfir ykkur? 15 Og hann sagði við þá:
Gætið þess að varast alla ágirnd, því að þótt einhver hafi allsnægtir, þá er
líf hans ekki trygt með eigum hans. 16 Og hann sagði þeim dæmisögu þessa:
Einu sinni var ríkur bóndi. Hann átti land sem hafði borið mikinn ávöxt;
17og hann hugsaði með sér og sagði: Hvað á eg nú að gjöra? því að eg
hefi ekki rúm, þar sem eg geti látið afurðir mínar. 18Og hann sagði: Þetta
skal eg gjöra: rífa niður hlöður mínar og byggja aðrar stærri, og þar vil eg
safna öllu korni mínu og auðæfum saman. 19Og eg skal segja við sálu mína:
Sál mín, þú hefir mikil auðæfi, geymd til margra ára; hvíl þig nú, et og drekk
og ver glöð. 20En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður
sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefir aflað? 21Svo fer
þeim, er safnar sér fé, og ekki er ríkur hjá Guði.
Um áhyggjur og fjársjóði á himnum. Sjá § 46 og 43.
84. Lúk. 1222—34 = Matt. 625—33 og 619—21
Um árvekni og trúmensku. Sjá § 207—209.
85. Lúk. 1235—46. Sbr. Matt. 25i—13 og 2443—51.
§ 147. Endurgjald og kröfur.
86. Lúk. 1247—48. Sbr. LúU. 177—10.
47 En sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns, og hefir ekki viðbúnað né
gjörir vilja hans, mun barinn mörg högg. 48 En sá, sem ekki veit hann, en
hefir gjört það, sem verðskuldar högg, mun verða barinn fá högg. En af sér-
hverjum, sem mikið er gefið, mun mikils verða krafist, og af þeim, sem mikið
hefir verið í hendur selt, mun því meira heimtað verða.
*) Sbr, Mark. 13u, Lúk. 21h—15 og ]óh. 1426 (sjá bls. 47),