Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Qupperneq 135
119
§ 149 og 150
1
§ 149. Hvatning til iðrunar.
89. Lúk. 13i—9
a) Líflát Galíleumanna.
^En um sama leyti voru nokkurir viðstaddir, er sögðu honum frá Galí-
leumönnum, hverra blóði Pílatus hafði blandað við fórnir þeirra. 20g hann
svaraði og sagði við þá: Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri
syndarar en allir aðrir Galíleumenn, af því að þeir hafa orðið fyrir þessu?
3Nei, segi eg yður, en ef þér giörið ekki iðrun, munuð þér allir fyrirfarast
á líkan hátt.
b) Turninn í Sílóam.
4Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið
þér að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa? 3Nei,
segi eg yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir fyrirfarast á sama hátt.
c) Ófrjósama fíkjutréð.
6 0g hann sagði þessa dæmisögu: Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett
í víngarði sínum, og hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. 7Hann
sagði þá við víngarðsmanninn: Sjá, nú hefi eg í þrjú ár komið og leitað
ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið; högg þú það upp; hvers vegna á það
einnig að gjöra jörðina arðlausa? 8En hann svaraði og sagði við hann: Herra,
lát það vera enn þetta árið, þar til eg hefi grafið um það og borið að áburð,
^ef það skyldi bera ávöxt framvegis; en verði það ekki, þá höggur þú það upp.
§ 150. Kona Iæknuð á hvíldardegi.
90. Lúk. 13io—17
io Og hann var að kenna í einu af samkunduhúsunum á hvíldardegi;
iiog sjá, þar var kona, er hafði haft sjúkleiks anda í átján ár; hún var krept
og gat eigi rétt úr sér. i2En er Jesús sá hana, kallaði hann til hennar og
sagði við hana: Kona, þú ert orðin laus við sjúkleika þinn! i3Og hann lagði
hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún upp og lofaði Guð. ^En sam-
kundustjórinn, sem líkaði illa, að Jesús læknaði á hvíldardegi, tók til máls og
sagði við fólkið: Það eru sex dagar, sem menn eiga að vinna á, komið því á
þeim og látið lækna yður, og ekki á hvíldardegi. i5En drottinn svaraði hon-
um og sagði: Hræsnarar, leysir ekki sérhver yðar á hvíldardegi naut sitt eður
asna af stalli og leiðir til vatns? i6Og kona þessi, sem er dóttir Abrahams og
Satan hefir haldið í fjötrum, og það í átján ár, mátti hún nú ekki leyst verða
úr fjötrum þessum á hvíldardegi?*) i7Og er hann sagði þetta, urðu allir mót-
stöðumenn hans sneyptir, og alt fólkið gladdist yfir öllum þeim dásemdar-
verkum, er hann gjörði.
*) Sbr. Matl. 12n—12 og Lúk. 14s. Sjá bls. 55.