Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 139
123
§ 155 ocf 156
Matt. 22
6en hinir tóku þjóna hans, smánuðu
þá og drápu.
7En konungurinn varð reiður,
sendi herlið sitt út og fyrirfór morð-
ingjum þessum og brendi upp borg
þeirra. 8Síðan segir hann viðþjónasína:
Brúðkaupið er að vísu reiðubúið, en
boðsgestirnir voru ekki verðir þess;
9 farið því út á vegamót
og bjóðið öllum þeim,
er þér finnið, til brúðkaupsins. 10 Og
þjónar þessir fóru út á vegina og
söfnuðu saman öllum, er þeir fundu,
bæði vondum og góðum;
og brúðkaupssalurinn varð fullur af
veizlufólki.
Lúk. 14
bið þig, haf mig afsakaðan. 20 Og
annar sagði: Eg er nýgiftur, og þess
vegna get eg ekki komið. 21 Og
þjónninn kom og kunngjörði herra
sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn
og sagði við þjón sinn:
Far þú skjótlega út á götur og stræti
borgarinnar og fær þú inn hingað
fátæka og vanheila og blinda og halta.
22Og þjónninn sagði: Herra, það er
gjört, sem þú hefir fyrirskipað, og enn
er rúm. 23 Og herrann sagði við þjón-
inn: Far þú út á þjóðveguna og að
girðingunum og þrýstu þeim til að
koma inn, til þess að hús mitt verði
fult. 24Því eg segi yður, að enginn af
mönnum þeim, er boðnir voru, skal
smakka kvöldmáltíð mína.
§ 156. Skilyrði þess, að vera lærisveinn Jesú. Sbr. § 70 og 121.
98. Lúk. 1425—35
26 En mikill fjöldi fólks var honum samferða; sneri hann sér þá við og
sagði við þá: 26 Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður
og konu og börn og bræður og systur, og jafnvel einnig sift eigið líf, hann
getur ekki verið lærisveinn minn*). 27Hver, sem ekki ber sinn eigin kross og
fylgir mér eftir, getur ekki verið lærisveinn minn**). 28Því að ef einhver yðar
ætlar að reisa turn, þá sezt hann fyrst niður og reiknar kostnaðinn, hvort
hann hafi það, sem þarf til að fullgjöra hann; 29til þess að eigi fari svo,
að þegar hann er búinn að leggja grundvöllinn, en getur ekki lokið við smíð-
ina, þá fari allir, sem það sjá, að spotta hann og segja: 30Maður þessi fór að
byggja, en gat ekki lokið við það. 31 Eða ef einhver konungur fer í hernað,
til að berjast við annan konung, — þá sezt hann fyrst niður og ræður við
sig, hvort hann sé fær um með tíu þúsundum að mæta þeim, sem kemur á
móti honum með tuttugu þúsundir. 32 Að öðrum kosti mun hann senda sendi-
*) Sbr. Matt. IO37.
**) Sbr. Matt. IO38 og 1624, Mark: 834, Lúk. 923.