Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 140
§ 156. 157 og 158
124
menn til hins, meðan hann er enn langt í burtu, og spyrja um friðarkostina.
33þannig getur þá enginn af yður, er eigi sleppir öliu, sem hann á, verið
lærisveinn minn. 34Saltið er að vísu gott, en ef saltið sjálft dofnar, með hverju
á þá. að krydda það?*) 35þag er þá hvorki hæfilegt á jörð né í áburðarhaug;
menn kasta því út. Hver, sem eyru hefir að heyra, hann heyri!
§ 157. Dæmisagan um tapaða sauðinn og týnda peninginn. Sbr. § 131.
99. Lúk. 15i—ío.
JEn allir tollheimtumenn og syndarar nálguðust hann, til að hlýða á
hann. 2En bæði Farísearnir og fræðimennirnir mögluðu og sögðu: Þessi
maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.
3 0g hann talaði til þeirra þessa dæmisögu og sagði: 4Nú á einhver
yðar hundrað sauði og týnir einum af þeim; skilur hann ekki þá níutíu og
níu eftir í óbygðinni og fer eftir þeim er týndur er, þangað til hann finnur
hann? 5Og er hann hefir fundið hann, Ieggur hann hann glaður á herðar sér.
6Og er hann kemur heim, kallar hann saman vini sína og nágranna og segir
við þá: Samgleðjist mér! því að eg hefi fundið sauðinn minn, sem týndur var.
7Eg segi yður, þannig mun verða meiri gleði á himni yfir einum syndara, sem
gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réítlátum, er ekki þurfa iðrunar við**).
8Eða einhver kona á tíu drökmur og týnir einni drökmu; kveikir hún
þá eigi á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, þangað til hún finnur hana?
9 0g er hún hefir fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grann-
konur og segir: Samgleðjist mér! því að eg hefi fundið drökmuna, sem eg
týndi. 10Þannig, segi eg yður, verður gleði hjá englum Guðs yfir einum synd-
ara, er gjörir iðrun.
§ 158. Dæmisagan um glataða soninn.
100. Lúk. 15i 1—32
nOg hann sagði: Maður nokkur átti tvo sonu. 12Og hinn yngri þeirra
sagði við föður sinn: Faðir, gef mér þann hluta fjárins, sem kemur í minn
hlut. Og hann skifti eign sinni með þeim. 13 Og eigi mörgum dögum síðar tók
yngri sonurinn alt saman og ferðaðist burt í fjarlægt land; og þar sóaði hann
fé sínu í óhófsömum lifnaði. 14 En er hann hafði eytt öllu, kom mikið hungur
í landinu og hann tók að líða skort. 15Fór hann þá og settist upp hjá borg-
ara einum í því landi; og hann sendi hann út á lendur sínar, til að gæta
svína; 16og langaði hann þá jafnvel að seðja sig á baunahýðinu, er svínin
átu; en enginn gaf honum neitt. 17Þá gekk hann í sig og sagði: Hve margir
eru þeir daglaunamennirnir hjá föður mínum og hafa gnægð matar, en eg
ferst hér í hungri! 18 Eg vil taka mig upp og fara til föður míns og segja við
*) Sbr. Matt. 5i3, Mark. 9so.
**) V. 4—7, sbr. Matt. I812-14, sjá bls. 105.