Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 141
125
§ 158 og 159
hann: Faðir, eg hefi syndgað móli himninum og fyrir þér; i9eg er ekki framar
verður að heita sonur þinn. Lát mig vera eins og einn af daglaunamönnum
þínum. 20 Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn
langt í burtu, sá faðir hans hann og kendi í brjósti um hann, hljóp og féll
um háls honum og kysti hann. 21 En sonurinn sagði við hann: Faðir, eg hefi
syndgað móti himninum og fyrir þér; eg er ekki framar verður að heita sonur
þinn. 22 En faðirinn sagði við þjóna sína: Komið fljótt með hina beztu skikkju
og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum; 23 0g komið
með alikálfinn og slátrið, og vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag, 24 þv;
að þessi sonur minn var dauður, og er lifnaður affur; hann var týndur, og er
fundinn. Og tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag. 25 En sonur hans hinn
eldri var á akri, og er hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæra-
slátt og dans. 26 Og hann kallaði á einn af piltunum og spurði, hvað um væri
að vera. 21 Og hann sagði við hann: Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn
hefir slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim. 28 En hann
reiddist og vildi ekki fara inn. Og faðir hans fór út og bað hann að koma
inn. 29 En hann svaraði og sagði við föður sinn: Sjá, í svo mörg ár hefi eg
nú þjónað þér og aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefir þú aldrei
gefið kiðling, svo að eg gæti gjört mér glaðan dag með vinum mínum; 30 en
er þessi sonur þinn, sem sóað hefir eigum þínum með skækjum, er kominn,
þá slátraðir þú alikálfinum hans vegna. 31 En hann sagði við hann: Sonur
minn, þú ert alt af hjá mér, og alt mitt er þitt. 32 En vér urðum að gjöra oss
glaðan dag og fagna, því að þessi bróðir þinn var dauður, og er lifnaður
aftur, og hann var týndur, og er fundinn.
§ 159. Dæmísagan um rangláta ráðsmanninn.
101. Lúk. 16x—13
lEn hann sagði einnig við lærisveinana: Það var maður nokkur ríkur,
er hafði ráðsmann; og þessi maður var sakaður við hann um það, að hann
sóaði eigum hans. 20g hann kallaði á hann og sagði við hann: Hvað er
þetta, er eg heyri um þig? Gjör þú reikningskap ráðsmensku þinnar, því að
þú getur ekki lengur haft ráðsmenskuna. 3En ráðsmaðurinn sagði með sjálf-
um sér: Hvað á eg að gjöra, fyrst húsbóndi minn tekur ráðsmenskuna af
mér? — Eg megna ekki að grafa, en skammast mín fyrir að biðja ölmusu.
— 4Nú dettur mér í hug, hvað eg skal gjöra, til þess að þeir taki við mér
í hús sín, er eg verð settur frá ráðsmenskunni. 50g hann kallaði á hvern og
einn af skuldunautum húsbónda síns, og sagði við hinn fyrsta: Hversu mikið
skuldar þú húsbónda mínum? 6En hann sagði: Hundrað kvartil af olíu. En
hann mælti við hann: Tak bréf þitt og set þig niður og skrifa sem skjótast
fimtíu. 7Síðan sagði hann við annan: En hversu mikið skuldar þú? Og hann
sagði: Hundrað tunnur hveitis. Hann segir við hann: Tak þú bréf þitt og
skrifa þú áttatíu. 80g húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir það,
að hann hefði breytt svo kænlega, því að börn þessa heims eru kænni í viður-