Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 144
§ 164, 165 03 166
128
§ 164. Skyldur þjónsins.
108. Lúk. 177—io
7En hver af yður sem hefir þjón, er plægir jörð eða gætir fjár, mun
segja við hann, er hann kemur inn af akrinum: Kom þegar í stað og set þig
til borðs? 8Mun hann ekki heldur segja við hann: Bú þú eitthvað til kvöld-
verðar handa mér og gyrð þig og þjóna mér, meðan eg et og drekk, og eftir
það getur þú etið og drukkið? 9Mun hann vera þjóninum þakklátur fyrir að
hann gjörði það, sem boðið var? 10Sömuleiðis skuluð einnig þér, er þér hafið
gjört alt sem yður var boðið, segja: Onýtir þjónar erum vér; vér höfum gjört
það eitt, sem vér vorum skyldir til að gjöra.
§ 165. Þakkláti Samverjinn.
109. Lúk. 17ii-i9
nOg svo bar við, er hann var á ferðinni til jerúsalem, að leið hans lá
milli Samaríu og Galíleu. 12 Og er hann kom inn í þorp nokkurt, mættu
honum tíu menn líkþráir, er stóðu langt frá. 13 Og þeir hófu upp raust sína og
sögðu: Jesú, meistari, miskunna þú oss! 140g er hann leit þá, sagði hann
við þá: Farið og sýnið yður prestunum. Og svo bar við, er þeir fóru, að þeir
urðu hreinir. 13 En einn af þeim sneri aftur, er hann sá að hann var heill
orðinn, og lofaði Guð með hárri raustu, 16og féll á ásjónu sína að fótum
Jesú og þakkaði honum; og hann var Samverji. 17En Jesús svaraði og sagði:
Urðu ekki þeir tíu hreinir? Hvar eru þeir níu? 18Voru engir, sem sneru
aftur, til þess að gefa Guði dýrðina, nema þessi útlendingur? 19 Og hann
sagði við hann: Statt upp og far leiðar þinnar; trú þín hefir gjört þig heilan.
§ 166. Koma guðsríkis.
110. Lúk. 1720—21
20 En er hann var spurður af Faríseunum, hve nær guðsríki mundi koma,
svaraði hann þeim og sagði: Guðsríki kemur ekki þannig, að á því beri; 21 og
ekki munu menn geta sagt: Sjá, það er hér, eða það er þar; því sjá, guðs-
ríki er hið innra í yður*).
) Eða: því sjá, guðsríki er meðal yðar.