Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 146
§ 167, 168 oq 169
130
Matt. 24
lífi sínu mín vegna, mun finna það.
2440Þá munu lveir vera
á akri; annar er tekinn
og hinn skilinn eftir.
28Þar sem hræið er,
þar munu ernirnir safnast.
Lúk. 17
því, mun varðveita það*). 34 Eg segi
yður: á þeirri nóttu munu tveir vera
í einni hvílu; annar mun verða tekinn
og hinn skilinn eftir. 35Tvær munu
mala saman; önnur mun verða tekin,
en hin skilin eftir. 37 Og þeir svara
og segja við hann: Hvar, herra? En
hann sagði við þá: Þar sem líkið er,
þar munu og ernirnir safnast.
§ 168. Dæmisagan um dómarann og ekkjuna.
112. Lúk. 18i —s
1 Og hann sagði þeim dæmisögu um það, að þeir ættu stöðugt að biðja
og ekki þreytast, og mælti: 2I borg nokkurri var dómari, sem ekki óttaðist
Guð og skeytti ekki um nokkurn mann. 3En í borg þeirri var ekkja, og hún
kom til hans og mælti: Lát þú mig ná réíti yfir mótstöðumanni mínum. 4En
hann vildi það ekki — um hríð. En síðan sagði hann við sjálfan sig: Þótt eg
óttist ekki Guð né skeyti um nokkurn mann, 5þá vil eg samt láta ekkju þessa
ná rétti sínum, vegna þess að hún gjörir mér ónæði, til þess að hún sé ekki
ávalt að koma og kvelja mig. 60g drottinn sagði: Heyrið, hvað rangláti dóm-
arinn segir. 70g mun þá Guð ekki láta sína útvöldu ná rétti sínum, þá er
hrópa til hans dag og nótt, og er hann ekki langlyndur við þá? 8Eg segi
yður: hann mun láta þá ná rétti sínum skjótlega. Alt um það, mun þá manns-
sonurinn finna trúna á jörðunni, er hann kemur?
§ 169. Dæmisagan um Faríseann og tollheimtumanninn.
113. Lúk. I89—14
°En hann sagði líka dæmisögu þessa við nokkura, sem treystu sjálfum
sér, að þeir væru réttlátir og fyrirlitu aðra: 10Tveir menn gengu upp
í helgidóminn til að biðjast fyrir; annar var Farísei og hinn tollheimtumaður.
nFaríseinn stóð og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, eg þakka þér,
að eg er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða
þá- eins og þessi tollheimtumaður. 12 Eg fasta tvisvar í viku og geld tíund af
öllu, sem eg eignast. 13 En tollheimtumaðurinn stóð langt frá, og vildi ekki
einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð,
vertu mér syndugum líknsamur! 14 Eg segi yður: þessi maður fór réttlættur
heim til sín, en hinn ekki, því að sérhver, sem upp hefur sjálfan sig, mun
niðurlægjast, en sá, sem niðurlægir sjálfan sig, mun upp hafinn verða**).
*) Sbr. Matt. I625 = Mark. 835 = Lúk. 924.
**) Sbr. Matt. 184 og 23i2 og Lúk. 14n.