Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 174
§192
158
Matt. 23
25Vei yður, fræðimenn og Farísear,
þér hræsnarar! Þér hreinsið bikarinn
og diskinn að utan, en að innan
eru þeir fullir ráns og óhófs. 26 Þú
blindi Farísei, hreinsaðu fyrst bikarinn
og diskinn að innan, til þess að hann
verði og hreinn að utan.
27Vei yður, fræðimenn og Farísear,
þér hræsnarar! Þér líkist kölkuðum
gröfum, sem að utan líta fagurlega út,
en eru að innan fullar af dauðra
manna beinum og hvers konar óhrein-
indum. 28 Þannig sýnist þér og hið
ytra réttlátir fyrir mönnum, en hið
innra eruð þér fullir af hræsni og
lögmálsbrotum.
29Vei yður, fræðimenn og Farísear,
þér hræsnarar! Þér byggið upp legstaði
spámannanna og skreytið leiði hinna
réttlátu og segið: 30Ef vér hefðum
lifað á dögum feðra vorra, hefðum
vér eigi verið samlagsmenn þeirra um
blóð spámannanna. 31 Þannig berið þér
þá sjálfum yður vitni, að þér séuð
synir þeirra, er drápu spámennina.
32 Fyllið þá og mæli feðra yðar.
33Þér höggormar, þér nöðru-afkvæmi,
hvernig ættuð þér að geta umflúið
dóm helvítis? 34Þess vegna sjá,
eg sendi til yðar spámenn og
spekinga og fræðimenn; suma þeirra
munuð þér lífláta og krossfesta, og
suma þeirra munuð þér húðstrýkja í
samkundum yðar og ofsækja frá einni
borg til annarrar; 35 til þess að yfir
yður komi alt réttlátt blóð,
sem úthelt hefir verið
á jörðunni, frá blóði
Abels hins réttláta alt til blóðs
Sakaría Barakíasonar, sem þér drápuð
á milli musterisins og altarisins.
3°Sannlega segi eg yður: alt mun
þetta koma yfir þessa kynslóð.
Lúk. 1)
39 En drottinn sagði við hann:
Þér Farísear hreinsið nú bikarinn
og fatið að uían, en hið innra hjá
yður er fult af ráni og ilsku. 40Þér
heimskingjar, hefir ekki sá sem gjörði
hið ytra, einnig gjört hið innra.
41 En gefið í ölmusur það sem þar
er í, og sjá, þá er alt yður hreint.
44Vei yður,
því að þér eruð eins og
grafir, sem ekki ber á, og menn
ganga yfir án þess að vita af því.
47Vei yður,
því að þér byggið upp legstaði
spámannanna, en feður yðar líflétu þá.
48Þannig eruð þér
vottar og samþykkið athafnir feðra
yðar, því að þeir líflétu þá, en þér
byggið upp legstaðina.
Sbr Matt. 37b = Lúk. 37b (sjá bls. 12).
49Þess vegna hefir og speki Guðs sagt:
Eg mun senda til þeirra spámenn og
postula; og suma þeirra
munu þeir lífláta og ofsækja,
5°til þess að af
þessari kynslóð verði krafist blóðs
allra spámannanna, er úthelt hefir verið
frá grundvöllun heimsins, 51 frá blóði
Abels til blóðs
Sakaría, sem drepinn var
milli altarisins og musterisins.
]á, segi eg yður, þess mun krafist
verða af þessari kynslóð.