Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 175
159
§ 193 oq 194
§ 193. Spádómur um Jerúsalem.
132. Matt. 2337-39
37Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem
líflætur spámennina og grýtir þá, sem
sendir eru til þín, hversu oft hefi eg
viljað saman safna börnum þínum,
eins og þegar hænasafnarungum sínum
undir vængi sér, — og þér hafið ekki
viljað það. 38 Sjá, hús yðar skal yður
í eyði eftir skilið verða. 39Því að eg
segi yður: þér munuð alls eigi sjá
mig héðan af, þangað til þér segið:
Blessaður sé sá, er kemur í nafni
drottins.
LÚk. 1334—35
34Jerúsalem, Jerúsalem! þú sem
líflætur spámennina og grýtir þá, sem
sendir eru til þín, hversu oft hefi eg
viljað saman safna börnum þínum,
eins og hæna ungum sínum
undir vængi sér, — og þér hafið ekki
viljað það. 35 Sjá, hús yðar skal yður
eftir skilið verða. En eg
segi yður: Þér munuð alls eigi sjá
mig, þangað lil þér segið:
Blessaður sé sá, er kemur í nafni
drottinsl
§ 194. Eyrir ekkjunnar.
76. Mark. 1241—44
41 Og hann settist niður gagnvart
fjárhirzlunni og horfði á mannfjöldann
leggja peninga í fjárhirzluna; og
margir auðmenn lögðu mikið. 42 Og
ekkja nokkur fátæk kom og lagði
tvo smápeninga, sem er einn eyrir.
43 Og hann kallaði til sín lærisveina
sína og sagði við þá: Sannlega segi
eg yður, þessi fátæka ekkja lagði
meira en allir þeir, er lögðu í fjár-
hirzluna; 44 því að þeir lögðu allir
af nægtum sínum, en hún
lagði af skorti sínum alt það
sem hún átti, alla björg sína.
130. Lúk. 2h_4
1 En er hann leit upp, sá hann
auðmenn vera að leggja gjafir sínar í
fjárhirzluna.
2Og hann sá
ekkju eina fátæka, er lagði í hana
tvo smápeninga.
3Og hann sagði: Sannlega segi
eg yður, þessi fátæka ekkja lagði
meira en allir hinir;
4því að þessir hafa allir lagt fram til
gjafanna af nægtum sínum, en hún
lagði af skorti sínum alla þá björg
er hún átti.