Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 181
165
§ 201
§ 201. Koma manns-sonarins.
139. Matt. 2429-31
29 En þegar eftir þreng-
ingu þessara daga mun
sólin sortna og tunglið
eigi gefa skin sitt, og
stjörnurnar munu hrapa
af himni
og kraftar himnanna
munu bifast.
30 Og þá mun tákn
manns-sonarins sjást á
himninum; og þá munu
allar kynkvíslir jarðarinnar
kveina, og þær munu sjá
manns-soninn komandi á
skýjum himins með mætti
og mikilli dýrð*). 31 Og
hann mun senda út engla
sína með hljómsterkum
lúðri, og þeir munu safna
saman hans útvöldum frá
áttunum fjórum, himins-
endanna á milli.
82. Mark. 1324—27
24 En á þeim dögum,
eftir þessa þrenging, mun
sólin sortna og tunglið
eigi gefa skin sitt; 25og
stjörnurnar munu hrapa
af himni,
og kraftarnir, sem eru í
himnunum, munu bifast.
26 Og þá munu menn sjá
manns-soninn komandi í
skýjum með miklum mætti
og dýrð*). 27 Og þá
mun hann senda útenglana,
og hann mun safna
saman sínum útvöldum frá
áttunum fjórum, frá endi-
mörkum jarðar til endi-
marka himins.
135. Lúk. 2125—28
25 ög tákn munu verða
á sólu, tungli og stjörnum
og á jörðinni angist meðal
þjóðanna í ráðaleysi við
dunur hafs og brimgný;
26 og menn munu gefa
upp öndina af ótta og
kvíða fyrir því, er koma
mun yfir heimsbygðina,
því að kraftar himnanna
munu bifast.
27 Og þá munu menn sjá
manns-soninn koma í
skýi með mætti
og mikilli dýrð*).
28 En þegar þetta tekur
að koma fram, þá réttið
úr yður og lyftið upp
höfðum yðar, því að lausn
yðar er í nánd.
) Sbr. Matt. 26ð4b og Mark. 14e2b.