Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Blaðsíða 184
§ 206 og 207
168
§ 206. Dagar Nóa og endurkoman.
142. Malt. 2437-41 Lúk. 1726—27 og 34—35
37 En eins og dagar Nóa voru, þannig mun verða koma manns- sonarins; 38 því að eins og menn á þeim dögum, dögunum á undan flóðinu. átu og drukku, kvæntust og giftu, alt til þess dags, er Nói gekk inn í örkina, 39 og vissu eigi af fyr en flóðið kom og hreif þá alla burt, — þannig mun verða koma manns-sonarins. 26 Og eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum manns- sonarins. 27Menn átu, drukku, kvæntust og gifíust alt til þess dags, er Nói gekk inn í örkina, og flóðið kom og tortímdi þeim öllum.
40 Þá munu tveir vera á akri; annar er tekinn og hinn skilinn eftir. 41Tvær munu mala í kvörn; önnur er tekin og hin skilin eftir. 34 Eg segi yður: á þeirri nóttu munu tveir vera í einni hvílu; annar mun verða tekinn og hinn skilinn eftir. 35Tvær munu mala saman; önnur mun verða tekin, en hin skilin eftir.
§ 207. „Vakið".
143. Matt. 2442—44 Lúk. 1239—40
42Vakið því, þar eð þér vitið eigi hvaða dag herra yðar kemur*). 43 En það vitið þér, að ef húsráð- andinn hefði vitað, á hvaða næturvöku þjófurinn kæmi, þá hefði hann vakað og ekki látið brjótast inn í hús sitt. 44Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir, því að manns-sonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið. 39 En þetta vitið þér, að ef húsráð- andinn hefði vitað, á hvaða stundu þjófurinn kæmi, þá hefði hann vakað og ekki látið brjótast inn í hús sitt. 40Verið þér og viðbúnir, því að manns-sonurinn kemur á þeirri stundu sem þér eigi ætlið.
§ 208. Dæmisagan um trúa og hygna þjóninn.
144. Matt. 2445-51 Lúk. 1241—46
45Hver er þá hinn trúi 41 Þá mælti Pétur: Herra, segir þú líkingu þessa til vor eða til allra? 42 En drottinn mælti: Hver er þá hinn trúi
') Sbr. Mark. 1333 og 35 (sjá bls. 167).