Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 187
171
Matt. 25
og seldi þeim í hendur eigur sínar.
15 Og einum fékk hann fimm talenfur,
öðrum tvær og hinum þriðja eina,
hverjum fyrir sig eftir dugnaði hans,
og fór úr landi. 16Þegar í stað fór
sá, er fékk fimm talenturnar, verzlaði
með þær og græddi aðrar fimm tal-
entur. l7Sömuleiðis græddi og sá, er
tvær fékk, aðrar tvær. 18 En sá, er
eina fékk, fór og gjörði gryfju í
jörðina og faldi fé húsbónda síns.
19 En eftir langan tíma liðinn kemur
húsbóndi þjóna þessara og gjörir
reikning við þá.
20Og sá, er fengið hafði fimm tal-
enturnar, kom til hans og færði honum
aðrar fimm talentur og sagði: Herra,
fimm talentur seldir þú mér í hendur,
sjá, eg hefi grætt aðrar fimm talentur.
21 Húsbóndi hans sagði við hann: Gott,
þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu
trúr, yfir mikið mun eg setja þig. Gakk
inn til fagnaðar herra þíns. 22 Þá kom
og sá með tvær talenturnar og mælti:
Herra, tvær talentur seldir þú mér í
hendur, sjá, aðrar tvær talentur hefi eg
grætt. 23Húsbóndi hans sagði við hann:
Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir litlu
varstu trúr, yfir mikið mun eg setja þig.
Gakk inn til fagnaðar herra þíns.
24 Þá kom og sá er fengið hafði einu
talentuna, og sagði: Herra,
eg þekti þig, að
þú ert maður harður,
sem uppsker, þar sem þú sáðir ekki,
og safnar saman, þar sem þú stráðir
ekki; 25 og eg var hræddur, fór því
burt og faldi talentu þína í jörðu; sjá,
§ 210
Lúk. 19
seldi þeim í hendur tíu pund og sagði
við þá: Verzlið með þetta, þangað til
eg kem. 14 En Iandar hans hötuðu
hann og sendu erindreka á eftir hon-
um og sögðu: Vér viljum ekki að
þessi maður sé konungur yfir oss.
15 Og svo bar við, er hann var kominn
aftur og hafði tekið við konungdómn-
um, að hann bauð að kalla til sín
þjóna þá, er hann hafði selt féð í
hendur, til þess að hann fengi að
vita, hvað þeir hefðu grætt.
16Kom þá hinn fyrsti og sagði: Herra,
pund þitt hefir ávaxtast um tíu pund.
170g hann sagði við hann: Gott,
þú góði þjónn, af því að þú varst trúr
í mjög litlu, þá skaltu hafa yfirráð
yfir tíu borgum. 180g hinn annar kom
og sagði:
Pund þitt, herra,
hefir gefið af sér fimm pund.
>°Og hann sagði sömuleiðis við hann:
Þú skalt og ráða yfir fimm borgum.
20Og enn annar kom
og sagði: Herra, sjá hér er pund þitt,
sem eg hefi haftgeymt ísveitadúki; 21því
að eg var hræddur við þig, af því að
þú ert maður strangur; þú tekur það út,
sem þú hefir ekki selt á geymslu,
og uppsker það, sem þú hefir ekki sáð.