Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 189
173
§ 211 og 212
40 Og konungurinn mun svara og segja við þá: Sannlega segi eg yður, svo
framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá
hafið þér gjört mér það. 41 Þá mun hann og segja við þá til vinstri handar:
Farið frá mér, þér bölvaðir, í eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og
englum hans. 42Því að eg var hungraður, og þér gáfuð mér ekki að eta; eg
var þyrstur, og þér gáfuð mér ekki að drekka; 42 eg var gestur, og þér hýstuð
mig ekki; nakinn, og þér klædduð mig ekki; sjúkur og í fangelsi, og þér
vitjuðuð mín ekki. 44 Þá munu og þeir svara og segja: Herra, hve nær sáum
vér þig hungraðan eða þyrstan eða gest eða nakinn eða sjúkan eða í fangelsi,
og hjúkruðum þér eigi? 45 Þá mun hann svara þeim og segja: Sannlega segi
eg yður: svo framarlega sem þér hafið ekki gjört þetta einum þessara minstu,
þá hafið þér ekki heldur gjört mér það. 46 Og þessir skulu fara burt til eilífrar
refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.
§ 212. Ályktarorð um starfsemi Jesú í Jerúsalem.
139. Lúk. 2137—38
37A daginn var hann að kenna í helgidóminum, en á næturnar gekk
hann út og hafði náttstað á Olíufjallinu, sem svo er nefnt. 38 Og alt fólkið
flyktist að honum snemma á morgnana í helgidóminum, til að hlýða á hann.
Matt. 25«. Sbr. Jóh. 529 : 29Og þeir munu ganga út, þeir sem golt hafa gjört, til upp-
risu lífsins, en þeir sem ilf hafa aðhafst, til upprisu dómsins.