Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Síða 191
§ 214. Smurningin í Betaníu. Sbr. § 82.
149. Matt. 266-13
6En er ]esús var í Betaníu, í húsi
Símonar líkþráa,
7kom til hans kona; hafði hún alabasturs-
buðk með dýrindis smyrslum,
og helti yfir höfuð honum, er hann
sat yfir borðum. 8En er lærisveinarnir
sáu það, urðu þeir gramir og sögðu:
Til hvers er þessi eyðsla?
9Því að þetta
hefði mátt selja miklu verði
og gefa fátækum.
10En er Jesús varð þess var,
sagði hann við þá: Hvað eruð
þér að mæða konuna? Því að gott verk
gjörði hún á mér; 11 því að ávalt hafið
þér fátæka hjá yður,
en mig hafið þér eigi ávalt. 12Því að
þegar hún helti smyrslum þessum yfir
líkama minn, gjörði hún það til þess,
að búa mig til greftrunar. 13SannIega
segi eg yður: hvar sem fagnaðarerindi
þetta verður boðað í öllum heiminum,
mun þess og getið verða, er hún
gjörði, til minningar um hana.
87. Mark. 143—9
3Og er hann var í Betaníu í húsi
Símonar líkþráa og sat yfir borðum,
kom þar kona; hafði hún alabasturs-
buðk með ómenguðum, dýrum nardus-
smyrslum; og hún braut alabasturs-
buðkinn og helti yfir höfuð honum.
4En þar voru nokkurir, er gramdist
þetta og sögðu hver við annan:
Til hvers var verið að eyða þannig
smyrslunum? 5 Þ>ví að þessi smyrsl
hefði mátt selja fyrir meira en þrjú
hundruð denara og gefa fátækum.
Og þeir atyrtu hana. 6En Jesús
sagði: Látið hana í friði! Hvað eruð
þér að mæða hana? Gott verk
gjörði hún á mér; 7því að jafnan hafið
þér fátæka menn hjá yður, og er þér
viljið, getið þér gjört vel til þeirra,
en mig hafið þér ekki ávalt. 8Hún
gjörði það, sem í hennar valdi stóð;
hún hefir fyrirfram smurt líkama
minn til greftrunarinnar. 9En sannlega
segi eg yður, hvar sem fagnaðarerindið
verður boðað um allan heiminn,
mun þess og getið verða, sem hún
gjörði, til minningar um hana.
Malt. 266—13 = Mark. 143—9 (sbr. Lúk. 736—3e). Sbr. Jóh. 12i—s: 1 Sex dögum fyrir
páska kom Jesús þá tii Betaníu, þar sem Lazarus var, sem Jesús hafði vakið upp frá dauð-
um. 2Þá gjörðu menn honum þar kvöldverð, og Marta gekk um beina, en Lazarus var einn
af þeim, sem sátu til borðs með honum. 3Þá tók María pund af ómenguðum og dúrum
nardus-smyrslum og smurði fætur Jesú, og þerraði með hári sínu fætur hans, en húsið
fyltist af ilm smyrslanna. 4 Þá segir Júdas Ískaríot, einn af lærisveinum hans, sem síðar varð
til þess að svíkja hann: 5Hví voru þessi smyrsl ekki seld fyrir þrjú hundruð denara og
gefin fátækum? 6En þetta sagði hann ekki af því, að honum væri ant um fátæka, heldur af
því að hann var þjófur; og með því að hann hafði pyngjuna, tók hann það sem í hana var
látið. 7Þá sagði Jesús: Lát hana í friði; hún hefir geymt þetta til greftrunardags míns; 8því
að fátæka hafið þér ávalt hjá yður, en mig hafið þér ekki ávalt.