Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1928, Page 200
184
§221
Matt. 26
sveinanna og hittir þá
sofandi, og
hann segir við Pétur:
Þér gátuð þá eigi vakað
með mér eina stund!
41Vakið og biðjið, til
þess að þér fallið eigi í
freistni; andinn er að
sönnu reiðubúinn, en
holdið er veikt. 42Enn
vék hann burt annað sinn,
baðst fyrir og sagði: Faðir
minn, ef þessi bikar getur
eigi farið fram hjá, án
þess að eg drekki hann,
þá verði þinn vilji.
43 Og hann kom og
hitti þá aftur sofandi; því
að augu þeirra voru yfir-
komin af svefnþunga.
44 Og hann yfirgaf þá og
fór enn á burt, og baðst
fyrir í þriðja sinni og mælti
aftur hinum sömu orðum.
45 Þá kemur hann til læri-
sveinanna og segir við þá:
Sofið þér enn og hvílist?*)
Sjá, stundin nálgast,
og manns-sonur-
inn er framseldur í hendur
syndara. 46Standið upp,
förum; sjá, sá er í nánd,
er mig svíkur.
Mark. 14
og hittir þá
sofandi; og
hann segir við Pétur:
Símon, sefur þú? gaztu
ekki vakað eina stund?
38Vakið og biðjið, til
þess að þér fallið ekki í
freistni; andinn er að
sönnu reiðubúinn, en
holdið er veikt. 39 Og enn
veik hann burt og baðst
fyrir með sömu orðum.
40 Og er hann kom aftur,
hitti hann þá sofandi, því
að augu þeirra voru yfir-
komin af svefnþunga, og
þeir vissu ekki, hverju
þeir skyldu svara honum.
41 Og í þriðja sinn kemur
hann og segir við þá:
Sofið þér enn og hvílist?*)
Það er nóg; stundin er
komin; sjá, manns-sonur-
inn er framseldur í hendur
syndaranna. 42Standið upp,
förum; sjá, sá er í nánd,
er mig svíkur.
Lúk. 22
sveinanna, hitti hann þá
sofandi af hrygð. 46 Og
hann sagði við þá:
Hví sofið þér?
Rísið upp og biðjið, til
þess að þér fallið ekki í
freistni.
*) Eða: Sofið þér áfram og hvílist.
Matt. 26i6 = Mark. 1442. Sbr. Jóh. 1431: 31 En heimurinn á að komast að raun um,
að eg elska föðurinn, og að eg gjöri ein6 og faðirinn hefir boðið mér. Standið upp, vér
skulum fara héðan.